Tillaga:
1. Allur kvóti verði innkallaður, frá og með næsta fiskveiðiári.
2. Öll afnot af kvóta verði seld á opnu uppboði, til eins eða fleiri ára í senn, þó ekki fleiri en tíu.
Greinargerð:
Verði kvótinn seldur á uppboði mun útgerðin væntanlega borga það fyrir hann sem hún þolir, ekki meira.
Útgerðir sem ekki þola að kaupa kvóta á uppboði í slíkri samkeppni ættu að fara á hausinn.
Sé ástæða til að ætla að einhver byggðarlög fari illa út úr þessu má styrkja þau fjárhagslega. Slíkir styrkir, og notkun þeirra, skulu vera uppi á borðinu, í nafni gegnsæis.
Sem sagt þjóðnýting ! Af hverju er það ekki tilgreint í fyrstu málsgrein ?
Eða viltu ekki nota rétta orðið í stað innköllunar !
OK ef menn telja að þetta sé leiðin til lausnar, þá vona ég að fólk átti sig á hvaða afleiðingar þetta hefur þ.e. hefur hugsað nokkrar leiki fram í tímann.
Mín vegna má alveg kalla þetta þjóðnýtingu, sem það er auðvitað. Kvótann á að þjóðnýta, þ.e.a.s. hann á að vera sameign þjóðarinnar.
Varðandi afleiðingarnar hef ég þetta að segja: Verði þær slíkar að það þurfi að taka á þeim, þá snýst það um að veita eignum ríkisins/þjóðarinnar til þeirra sem taldir eru þurfa aðstoð. Það er skynsamlegast að gera það með beinhörðum peningum úr ríkissjóði, svo allt sé uppi á borðinu, en ekki með því að láta stjórnmálamenn stunda sömu fyrirgreiðslu- og kjördæmapotspólitík með ógagnsærri aðferðum eins og kvótaúthlutun.
Björn Kristinsson // 4.5 2012 kl. 14:31
„OK ef menn telja að þetta sé leiðin til lausnar, þá vona ég að fólk átti sig á hvaða afleiðingar þetta hefur þ.e. hefur hugsað nokkrar leiki fram í tímann.“
Hverjar eru þessar hrikalegu afleiðingar?
Fiskurinn er ekki að fara neitt, sjómennirnir eru ekki að fara neitt og skipin eru ekki að fara neitt.
Þetta hefði mögulega þær afleiðingar að þeir skuldsettustu færu á hausinn og nýjir kæmu í staðin. Því fyrr því betra.
Annars er alveg ótrúlegt að hlusta á menn sem telja að sjávarútvegur eigi að vera eina atvinnugreinin á Íslandi þar sem aðföngin eru sköffuð ókeypis. Og það sé ómögulegt að reka hana ef menn kaupa inn eins og allir aðrir þurfa að gera ráð fyrir í sínum rekstri.
Einar
Ég er enginn aðdáandi kvótakerfisins eða málflutnings LÍÚ
En ég skil ekki hvernig þessi uppástunga þín er ekki beinlínis brot á stjórnarskrá.
Góður partur þeirra sem eiga kvóta keyptu hann (þ.e. var ekki úthlutað hann útaf einhverjum pólitískum tenglsum, sem einhverskonar gjöf)
Ef farið væri að þínu ráði, þá væri beinlínis verið að láta eins og þeir sem keypt hafa sinn kvóta hafi verið að versla ránsfeng.
Þannig að mín spurning til þín Einar er: hvað á að gera gagnvart þeim sem keypt hafa kvóta – mun ríkið ekki þurfa að greiða þeim fyrir inköllunina?
Með bestu kveðju
Nafnlaus: Þeir eru vissulega til sem halda fram að stjórnarskrárvarinn eignarréttur hafi myndast á kvótanum. Mér finnst það fráleit staðhæfing, og ég sé ekki að slík samstaða sé um þá afstöðu, hvort sem um er ræða „lögfróða“ (sem ekki á að láta ráða málum sem varða stjórnarskrá) eða almenning, að það þurfi að hafa áhyggjur af því.
Í stuttu máli er fráleitt að halda fram að þeir sem keyptu kvóta hafi gert það í góðri trú um að þeir ættu þar með, um aldur og ævi, tiltekinn hluta af fisknum við Ísland.
Þetta er nú frekar skammsýnt Sjóður. Það er hellingur af fiski í heiminum, en teljandi á fingrum annarrar handar hverjir náð að fiska með með hagkvæmum hætti. Aðföngin eiga ekki að vera ókeypis, hence veiðigjaldið sem þegar hefur verið samþykkt. Nú snýst þetta um hvort 500% hækkun á því sé eðlilegt.
Varðandi tillögu Einars þá eru ýmsar kenningar til um þvinguð útboð. Sá sem hefur fjárfest í skipi verður að veiða og það mun þýða að hann spennir upp verðið og getur þá þýtt fjöldagjaldþrot í greininni með tilheyrandi sóun á tíma og verðmætum. Þetta er ekki alveg svona einfalt og nægir að vísa til 3G uppboðana í Evrópu í þessu sambandi.
„Sá sem hefur fjárfest í skipi verður að veiða“
Alls ekki. Skipið þarf sennilegast að gera eitthvað annað en að standa í höfninni til að reka sig en það er ekkert sem segir að eigandi skipsins þurfi að vera sá sami og leigi veiðiheimildir eða veiði fiskinn.
Fyrsta skrefið í útfærslu þessarar leiðar væri reyndar það að bankanir myndu hirða 90% af skipum og bátum landsins uppí gjaldfallnar skuldir. Það væri svo þeirra að ráða því hvort þeir reyndu að koma þessum eignum beint í verð eða gerðu út á einhverskonar skipaleigu.
@Sjóður,
1) Það var enginn að ræða hrikalegar afleiðingar. Hins vegar er alveg ljóst að ef ríkið ætlar sem einhliða hætti að þjóðnýta kvótann í einu lagi eða á lengri tíma, þá hefur myndast mjög varasöm staða þegar kemur að eignarétti einstaklings.
OK, við getum sagt í dag að þetta snúi aðeins og fiskinum í sjónum. Hver segir hins vegar að í framtíðinni muni ekki koma upp áþekk staða og hún réttlætt með í krafti „almannahagsmuna“. Hvar ætla menn að draga mörkin.
2) Aðföng til sjávarútvegsins er ekki ókeypis. Veit ekki betur en allir séu sammála um (meira að segja LÍÚ) að greinin eigi að greiða veiðileyfagjald. Menn deila um upphæðina en það ber að skoða sem eitthvað sem fæst lausn á fyrr en síðar; deilan er hluti af samningatækninni.
3) „Þetta hefði mögulega þær afleiðingar að þeir skuldsettustu færu á hausinn og nýjir kæmu í staðin. Því fyrr því betra.“
Fínt, en hver á að borga tapið það er gjaldþrotið ? Tilgreindu það NÁKVÆMLEGA og þá skulum við halda áfram að ræða saman.
“ Þeir eru vissulega til sem halda fram að stjórnarskrárvarinn eignarréttur hafi myndast á kvótanum. Mér finnst það fráleit staðhæfing, og ég sé ekki að slík samstaða sé um þá afstöðu, hvort sem um er ræða „lögfróða“ (sem ekki á að láta ráða málum sem varða stjórnarskrá) eða almenning, að það þurfi að hafa áhyggjur af því.“
Ég skil svo sem að það sé umdeilt, þar sem sjórinn er soldið loftkennd eign, en engu að síður hljóta þeir sem versla að hafa einhver réttindi – væri t.d. ekki í það minnsta sanngjarnt að greiða þeim til baka það sem þeir borguðu á núvirði og með vöxtum ?
Held að ef ekkert slíkt væri gert þá ættu þeir auðvellt með að fara með mál fyrir mannréttindadómstól sem dæmi
„Í stuttu máli er fráleitt að halda fram að þeir sem keyptu kvóta hafi gert það í góðri trú um að þeir ættu þar með, um aldur og ævi, tiltekinn hluta af fisknum við Ísland.“
Þeir borguðu pening í þeirri trú að þeir væru að kaupa einhverskonar eign, en ekki leigu – eignir geta náttúrulega rýrnað, en ef ríkið hrifsar bara til baka það sem þeir gáfu einu sinni (án skilmála um að þetta væri leiga) þá eru góðar líkur á að ríkið sé skaðabótaskylt
Ég held að leiðin sem þú stingur uppá þurfi eflaust ekki að vera versta leiðin (að leyfa kvótagreif-isma eins og nú er við lýði er sjálfsagt versta leiðin) en ég held samt að þín leið muni valda mikið af ófyrirsjánlegum látum og veseni , sem þá væri alls ekki ókeypis.
Já sorry- ofangreind færsla er svar við andsvari Einars
Ef kvóti yrði tekinn si sona – þá færi það beint fyrir dómsstóla og ríkið yrði dæmt til að bæta fyrrverandi handhöfum uppí topp. Eg veit eigi hvað erum vð að tala um mörghundruð milljarða.
það er alveg fyrirséð að dómstólar mundu dæma ríkið bótaskylt.
það er eins og fólk vilji ekki viðurkenna að kvótinn hefur eign í tugi ára. þetta erfist og ég veit ekki hvað. Fer í dánarbú og so videre. Og selt fram og til baka og veðsett til andskotana rétt eins og hver önnur eign.
Mér finnst skrítið hve þessu er gefinn lítill gaumur. Margir tala bara eins og þetta sé ekki raunin. Og jafnvel tala sumir eins og núna fyrst eigi að láta kvóta verða eign og það sé þá vonda SJS að kenna. Skil þetta ekki alveg.
Sjóður // 4.5 2012 kl. 15:09
„Hverjar eru þessar hrikalegu afleiðingar?
Fiskurinn er ekki að fara neitt, sjómennirnir eru ekki að fara neitt og skipin eru ekki að fara neitt.
Þetta hefði mögulega þær afleiðingar að þeir skuldsettustu færu á hausinn og nýjir kæmu í staðin. Því fyrr því betra.“
Heyr heyr – menn þurfa að þjást af allsvakalegri vænusýki, eða bara vera kross-þroskaheftir til að halda því fram að skuldugt fólk megi ekki fara á hausinn, og að allt standi og falli með feitum köllum sem ekki hafa stigið á bát í tugi ára en hirða samt arfinn
Þetta er einkennileg umræða. Útgerðarmenn hafa fengið veiðirétt á tilteknu aflamarki TIL EINS ÁRS Í SENN.
Kvótinn er eign þjóðarinnar og það er lögbundið, og réttindi til fiskveiða við Íslands byggir á ÞJÓÐRÉTTARSAMNINGUM.
Það á ekki og þarf ekki að innkalla kvótann heldur nægir að auglýsa að ekki verði aftur úthlutað kvóta með sama hætti og nú er gert heldur verði veiðirétturinn framvegis seldur með tilteknum hætti.
Útgerðarmenn eru að þykjast eiga kvótann en það stenst ekki.
Ef þeir sem hafa keypt kvóta (ársbundinn veiðirétt) eiga skaðabótakröfu á einhvern þá væri það helst sá sem þeir „keyptu“ kvótann af.
Þetta er rangt, Ómar: „það er alveg fyrirséð að dómstólar mundu dæma ríkið bótaskylt.“
Svo myndi ég gjarnan vilja heyra svar þeirra sem eru andvígir ofangreindri tillögu við þessari spurningu: Ef kvótinn er seldur í opnu útboði, er þá einhver hætta á að útgerðin borgi meira fyrir hann en hún ræður við? Leysir það ekki vandamálið við að „meta stöðu útgerðarinnar“?
Nei þetta er ekki rangt. þetta hinsvegar ein og margir neiti bara að horfast í augu við. það er ekkert hægt að taka kvótann núna án þess að bætur komi fyrir.
Almennt um fnið, að þá hef ég svo margtekið etir að það er eins og fólk viti ekki hvernig þetta hefur verið.
Menn fengu fyrst úthlutað kvóta og svo á stuttum tíma varð hann gífurleg eign og oft aðaleignin í kringum útgerð. Síðan gekk þetta kaupum og sölum og ef ekki var selt þá einfaldlega erfðist þetta. B0rn og barnabörn og ég veit ekki hvð og hvað.
þetta er bar nákvæmlega eins og hver önnur eign að öllu leiti.
Nú er ég ekki að segja að það eigi að vera þannig – en ég sé nákvæmlega ekkert sem segir að dómsstólar mundu ekki dæma ríkið bótaskilt.
Tökum dæmi. Núna fellur kvótaeigandi frá og börnin erfa. þau selja arfinn fyrir stórpening.
Annars kvótaeigandi fellur frá og börnin erfa en ákveða að selja ekki og ganga inní starfsemi fv. eiganda. nú, þá er kvótinn gerður upptækur og settur á uppboð – og dómsstólar mundu ekki dæma ríkið bótaskilt?
það væri ekkert jafnræði í þessu.
því miður er þetta tal í mörgum sem vilja ganga sem lengst í breitingum alóraunhæft. því miður. það er svo langt síðan að þessum málum var klúðrað og ég er barasta ekki að sjá hvernig á að vinda ofan af þessu nema á löngum tíma smám saman.
Maður átti milljarð í Glitni 2007. Hann dó og erfingjarnir seldu bréfin. Erfingjar annars manns sem átti milljarð í Glitni héldu bréfunum og töpuðu öllu í hruninu. Það er ekkert jafnræði í því. Samt bætir ríkið ekki tjón þeirra sem töpuðu.
Já, eg hugsaði útí þetta. En eg held að þetta verði aldrei sambærilegt. Neyðarlögin rétt sleppa varðandi skaðabótaábyrgð ríkisins (að því er virðist en þó eru menn enn að reyna að sækja bætur í málaþvargi því lögin voru náttúrulega brútal.)
Almennt voru Neyðarlögin rökstudd sem eina leiðin til að viðhalda bankakerfinu og það er talið nauðsynlegt að hafa starfandi banka í landi. það var fallist á að hefði ekki verið hægt í íslands tilfelli að gera annað.
þar að auki hefðu alltaf skuldabréfa/hlutabréfaeigendur orðið fyrir einhverju tjóni við hrun bankanna.
það er ekkert hægt að vísa í neitt svona með því að gera kvótan upptækann. þetta er allt annars eðlis en bankavesenið. það er ekki hægt að rökstyðja kvótatökuna með því að það hafi verið neyðarbrauð til að halda sjávarútvegi gangandi o.s.frv.
Jaá. eg stend enn við fyrri ummæli. það er alveg fyrirséð að dómsstólar hérna myndu dæma ríkið skaðabótaskilt. Eina spurning væri hver bótaupphæðin yrði. Held eg.
frábært að heira hvað fólk er ákveðið í að lækka laun sjómanna og tekjur landsbyggðarinnar og auka neyslufé ríkisrekna stofnanna
Nafnlaus skrifaði: „…Ef farið væri að þínu ráði, þá væri beinlínis verið að láta eins og þeir sem keypt hafa sinn kvóta hafi verið að versla ránsfeng…“
Uuuuu… já.