Þriðjudagur 22.05.2012 - 11:07 - 55 ummæli

Forseti Íslands lýgur og svívirðir

Í yfirlýsingu sem Ólafur Ragnar Grímsson sendi frá sér 4. mars segir eftirfarandi:

Það er þó einlæg ósk mín að þjóðin muni sýna því skilning þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan landsins og stjórnarfari og staða okkar í samfélagi þjóðanna hefur skýrst ákveði ég að hverfa til annarra verkefna áður en kjörtímabilið er á enda og forsetakjör fari þá fram fyrr en ella.

Á beinni línu DV í gær sagði hann þetta:

Ég hef aldrei sagt að ég ætlaði bara að vera í tvö ár. Þetta er áróður sem reynt var að læða að fólki, m.a með fréttunum sem Svavar bjó til á RÚV þegar verið var að kanna framboð Þóru. Það hefur alltaf verið skýrt að ég býð mig fram til fjögurra ára.

Hér er ekki til að dreifa neinum túlkunarmöguleikum. Það er ekki bæði hægt að segjast ef til vill hætta áður en fjögurra ára kjörtímabili lýkur og að halda fram að skýrt sé að maður hafi boðið sig fram til fjögurra ára.

Það er slæmt að forseti skuli ljúga svona blákalt á opinberum vettvangi, um málefni sem snýst um embættið. Manneskja sem gerir slíkt á ekki að vera í valdastöðu. Hitt er ennþá svívirðilegra, hvernig forsetinn leyfir sér að veitast að nafngreindum manni, og starfsheiðri hans, þegar ávirðingarnar byggja á lygaspuna forsetans sjálfs. Að forseti landsins beri manneskju röngum og alvarlegum sökum með þessum hætti ætti að leiða til þess að forsetinn yrði að segja af sér.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (55)

  • Bleiki pardusinn

    Einhver ætti að spyrja forsetann að því í hvaða frétt því hafi verið haldið fram að hann væri bara að bjóða sig fram til tveggja ára – einu fréttirnar sem ég hef fundið eru fréttir þar sem vitnað er í þessi orð hans og þeim tekið sem svo að hann hafi sett fyrirvara um að hann muni hugsanlega hætta á miðju kjörtímabili, sem er eina eðlilega túlkunin á þessum orðum. Ef forsetinn vill meina að sú túlkun fréttamanna sé áróður er ég hræddur um að almenningur allur sé þá áróðursseggir hinir mestu í hans augum.

    Ef forsetinn getur engar fréttir fundið þar sem því er haldið fram að hann hafi sagst vera að bjóða sig fram til tveggja ára er þetta bara svívirðileg lygi hjá honum, ekkert annað.

  • Björn Kristinsson

    Þessar Forsetakosningar eru orðnar dálítill sirkus en svona smá innslag. Skoðaði aðeins á netinu varðandi eftirfarandi málsgrein hjá þér Einar:

    „Hér er ekki til að dreifa neinum túlkunarmöguleikum. Það er ekki bæði hægt að segjast ef til vill hætta áður en fjögurra ára kjörtímabili lýkur og að halda fram að skýrt sé að maður hafi boðið sig fram til fjögurra ára.“

    Yfirlýsing Ólafs Ragnars frá 4. mars 2012 segir:

    „…og staða okkar í samfélagi þjóðanna hefur skýrst ákveði ég að hverfa til annarra verkefna áður en kjörtímabilið er á enda og forsetakjör fari þá fram fyrr en ella.“

    Í frétt frá RÚV 5. mars 2012 sem tiltgreindur fréttamaður flutti/samdi kemur frá:

    „Ólafur heldur þó þeim mögleika opnum að hann hætti á miðju kjörtímabili, þegar stór mál hafi verið kláruð.“

    http://rúv.is/frett/olafi-teflt-gegn-valdstettinni

    Jú ef menn hanga á orðana hljóðan þá má segja að það sé munur á því að fullyrða að hætta á miðju kjörtímabili sem er þá 2 ár eða að hætta áður en „…kjörtímabilinu er lokið“ sem er þá víðari tímarammi þ.e. gæti verið minna en 2 ár eða jafnvel 3 ár.

    Æji, hvernig er það eiginlega höfum við ekki eitthvað betra að eyða orkunni í Einar en að velta okkur upp úr þessu.

    Uppbygging atvinnulífsins,
    Vandi peningamála,
    Sívarandi slaki í ríkisfjármálum,
    o.s.frv.

    Þetta eru stóru málin er það ekki Einar ? Ég er orðinn þreyttur á þessum sparðatíningi hér á landi sem þjónar þeim eina tilgangi að troða pirring ofan í kokið á almenningi.

    Sýnist lítið hafa breyst hér á landi síðan á 18. öld miðað við þætti Péturs Gunnars í sjónvarpinu á sunnudögum, „Átjánda öldin“. Mæli með þeim Einar.

  • Forsetakosningarnar eru enn ein niðurlæging þjóðarinnar.

    Ég held að ÓRG hafi rétt fyrir sér hvað það varðar að hann hafi aldrei sagt að hann myndi aðeins sitja tvö ár.

    Ég held að það sé túlkun fréttamannsins og hún er augljóslega hæpin.

    Það að sitja ekki allt kjörtímabilið felur ekki nauðsynlega í sér að viðkomandi ætli að hætta á því miðju, eftir tvö ár.

    Geta menn ekki verið sammála um það.

    Ég skil ekki að hugsandi fólk skuli taka þátt í þessari vitleysu.

    Forsetaembættið er ónýtt og það á að leggja niður.

    Ömurlegt að fylgjast með þessu.

    Algjör niðurlæging fyrir þjóðina sem ætlar enn og aftur að láta smala sér á kjörstað til að greiða atkvæði í kosningum sem enginn veit um hvað snúast.

    Dapurlegt.

  • Ómar Kristjánsson

    þessi ruglandi í forseta er í raun dæmigerður fyrir hann á síðari árum.

  • Ekkert fjárans esb hér

    Yfirgengilegur væll. Við kjósum bara og háværi minnihlutinn skal halda sig á mottunni þangað til!

  • Þetta er skýrt hjá honum var að halda því opnu að vera bara hluta af tímabilinnu annað er útúsnúningur og hrein lygi sjá það allir.

  • Halldór Halldórsson

    Ég skil bara ekkert í því að Einar Steingrímsson skuli lesa út úr þessum orðum Ólafs R Grímssonar að hann ætli að vera „í tvö ár“. Ég les nefnilega skýrum stöfum að hann ætli að vera nákvæmlega í „þrjú og hálft ár“!!! Eða er slík greining ekki eins nákvæm og hjá Einari?????

  • Bleiki pardusinn

    Einar les ekki úr þessum orðum að ÓRG hafi sagst ætla að vera tvö ár. Einar les þetta út úr orðunum:

    „Hér er ekki til að dreifa neinum túlkunarmöguleikum. Það er ekki bæði hægt að segjast ef til vill hætta áður en fjögurra ára kjörtímabili lýkur og að halda fram að skýrt sé að maður hafi boðið sig fram til fjögurra ára.“

    Það sem er algjörlega óumdeilanlegt er að það er rugl hjá forsetanum þegar hann segir „Það hefur alltaf verið skýrt að ég býð mig fram til fjögurra ára.“ – hef hann hefur meint yfirlýsingu sína þannig kann hann hreinlega ekki íslensku. Það sem er hins vegar enn umdeilanlegt er þetta með tvö árin; það veit ég ekki alveg hvaðan er komið, en enn hefur þó ekki verið sýnt fram á að fjölmiðlar hafi fabúlerað eitthvað í þá veru – og ef svo er ekki er forsetinn að blákalt ljúga upp á Svavar Halldórsson.

  • Ómar Kristjánsson

    Kallinn sagðist ætla að stíga niður af stóli (þ.e. ef þjóðin leyfði honum það) þegar stór mál væru afgreidd. þá er eðlilegast að ætla að hann sé að meina stjórnarskrámálið og EU málið. það er líka eðlilegast að ætla að þau mál verði afgreidd sirka bát á miðju næsta kjörtímabili forseta.

    það er óumdeilt að kallinn sagðist ekki endilega ætla að setja í 4 ár. þessi ,,2 ár“ koma svo fyrst frá ÓRG sem segir að vondir menn á RUV hafi lætt inn áráðri. Í frétt ruv var sag ,,á miðju kjörtímabili“ – sem er eðlileg ályktun miðað við forsendurnar sem kallinn gaf upp. þ.e. nefndi að þegar stór mál væru afgreidd myndi hann af lítillæti sínu og hógværð stíga til hliðar.

    Barnalegt af kallinum að láta svona og furðulegt að sjá einhverja reyna að afneita þessu. Minnir á myndina þarna í fréttablaðinu af manni í engum fötum. það er alltaf verið að reyna að spinna einhver klæði utan á ÓRG þegar í raun keisarinn er nakinn.

  • Haukur Kristinsson

    Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af forseta ræflinum. Elliær pólitíkus, sem eftir 16 ára setu sem forseti, heldur sig ómissandi. Ekki ósvipað heimskum einræðisherra, sem trúir því að við taki kaos (χάος), víki hann til hliðar. Hann mundi gera okkur og ekki síst sjálfum sér greiða með því að draga þetta asna framboð sitt til baka.

    “We’ve seen enough”

  • Halldór Halldórsson

    Nú er það svo og hefur alltaf verið, að ég kýs Ólaf R Grímsson ekki til eins eða neins og mun aldrei gera; en ég skildi þó manninn frá upphafi þannig að ef ný stjórnarskrá yrði samþykkt (vonandi með gjörbreytingum varðandi forsetaembættið) þá myndi karlinn ekki sitja þaulsæti samkvæmt gömlu skránni til enda kjörtímabilsins, heldur ganga frá embættinu svo unnt yrði að kjósa skv.nýju stjórnarskránni.

    Ég mun heldur ekki kjósa Þóru Arnórsdóttur og það helgast einna helst af því að það fær enginn mitt atkvæði sem svarar þegar spurður er “ og hver er afstaða þín til ….“, með „ég segi þér það ekki, það verður bara að koma á óvart!“

  • Einfaldar spurningar:
    Hvaða merking liggur í orðinu „svívirðing“.
    Hvern/hverja hefur forseti Íslands svívirt?
    Eru þið sem skrifið hér að ofan ekki meðvituð um að forseti Íslands hefur verið kosinn lýðræðislegum kosningum og er ennþá okkar forseti.
    Níða hann svona niður eins og er verið að gera í bloggi og kommentum hér að ofan er alveg með ólíkindum. Fólk virðist bara gleyma því að um leið og það níðir forseta vorn, þá níðir það niður íslensku þjóðina.

    Aum skrif, en lýsa ykkar greind.

  • Hrafn Arnarson

    Ólafur er kominn í mótsögn við sjálfan sig. Yfirlýsing hans getur ekki þýtt annað en að hann muni hætta fyrr við viss skilyrði. Það geta verið 3 ár,2 ár eða 1 ár. Ef hann vill vera heiðarlegur getur hann sagt að hann hafi skipt um skoðun og vilji nú sitja allt kjörtímabilið hverjar sem aðstæður eru.

  • Það fer hátt í umræðunni, að átök í aðdraganda forsetakosninganna verði hatrömm og muni ekki byggjast á málefnalegri umræðu heldur svívirðingum, lygaþvættingi og baknagi af versta tagi. Sumir í þeim flokki gefa sér að forsetinn hafi gefið tóninn sem er fjarri öllu lagi ef grannt er skoðaður málflutningur hans.
    Og hvar er óþverrinn að hlaðast upp. Fyrst og fremst hér á Eyjunni þar sem er að finna ófyrirleitnustu andstæðinga forsetans. Fréttablaðið er á sama plani, Stöð 2 á sína spretti og RUV hefur valið sinn kandidat og fer ekki leynt með það.
    Þetta eru einmitt sömu aðilarnir og vildu með heiftarlegum málflutningi koma Icesave klafanum á herðar íslensku þjóðinni. En þeim sárrar gremju var íslenska þjóðin ekki móttækileg fyrir gegndarlausum áróðrinum og hafnaði Icesave eftirminnilega. Þrátt fyrir það hafa þessir aðilar ekkert lært. Það að íslenska þjóðin hefur skömm á hatursáróðri og svívirðingum og lætur ekki segja sér fyrir verkum. Því lengur sem andstæðingar forsetans halda áfram uppteknum hætti munu vopnin snúast í höndum þeirra og það fyrr en síðar og verða forsetanum styrkur í baráttunni fyrir endurkjöri. Einar Steingrímsson og fleiri hans líkar eru því og þegar upp er staðið öflugustu stuðningsmenn forsetans og ekkert nema gott um það að segja.

  • Bleiki pardusinn

    Jahá, er það allt í einu orðinn níð og óþverri að benda á mótsagnir í málflutningi og gera kröfu um að forsetinn sé skýr í tali og sé ekki að ljúga upp á aðra? Þá skilur maður kannski ágætlega að stuðningsmenn forsetans kveinki sér yfir ómálefnalegheitum, fyrst staðallinn er svona.

    En ég tek eftir því að engum hefur tekist að hrekja fullyrðingar um að forsetinn sé sjálfum sér ósamkvæmur og/eða hafi sagt ósagt. Það er kannski algjört aukaatriði?

  • Bleiki pardusinn

    Annars gúglaði ég aðeins og finn hvergi að Einar hafi eitthvað verið að reyna að fá fólk til að samþykkja Icesave. Meira hvað sumir geta spúið úr sér einhverju stöðluðu röfli án þess að kynna sér það sem þeir eru að skrifa um betur. Tölvuforrit gæti hæglega sinnt svona heilalausum skrifum og sparað þannig GSS tíma.

  • Grétar Thor Ólafsson

    Ég myndi ekki kjósa ÓRG í stjórn húsfélags, hvað þá meira. Af hverju? Aðferðafræðinni sem hann beitir til að slá ryki í augu fólks eins og sést á snúningi hans á eigin orðum. Eins og Einar bendir réttilega á hér.

  • Grétar Th.
    Átt þú ekki einbýlishús??

  • Bleiki pardusinn

    Jóhanna
    Átt þú ekki einhver orð sem koma efni pistilsins við?

  • Hver var að tala um húsfélag?

  • GSS þinn málflutningur er til skammar sjálfur var ég á móti Icesave er ekki búinn að gera upp með mér hvort ég myndi kjósa með eða móti ESB.Hef ekki gert upp hvern ég kýs sem Forseta. En það er kristatært að ÓRG gaf þann möguleika með yfirlýsingum sýnum að hann mundi hugsanlega hætta áður en næsta kjörtímabili líki.Maðurinn sem kallaði aðra ljótum nöfnum þegar hann var stjórnmálamaður þolir enga mótbyr núna.

  • Þessi umræða slær öll met og sannar að það er ekki lengur neinn munur á blákaldri lygi og staðreyndum – hljóðritun sem er greinilega úr barka Ólafs fosseta, sjá blogg Teits Atlasonar. Það muna allir sem heyrðu og enginn athugasemd/leiðrétting kom fram.
    Ég er farinn að halda að það skifti nákvæmlega engu máli hvað sagt er. Menn „heyra“ eithvað annað… eithvað sem þeir vilja heyra… vilja trúa. Fullkominn „cognitive dissonance elimination – frekar en reduction = Algjör veruleikafyrring. Til hver þá að blogga?

  • Já, það er dálítið óhuggulegt að fólk í valdastöðum skuli komast upp með að ljúga blákalt og endurtaka lygina. Þetta er þekkt áróðursbragð sem stundum heppnast. En þjóðfélög sem sætta sig við slíkt eru líkega oftar en ekki afar siðlaus, og stundum í hættu stödd.

  • Þessi gífuryrði í skrifum þínum Einar um forseta landsins eru þér til vansæmdar

  • Það er viðbúið að menn ljúgi… ekkert nýtt við það, en miklu undarlegra að sumum tekst að trúa hlutum sem enganveginn geta staðist, hvernig sem þeim eru spunnið… svo undarlegt, að manni fer að gruna að hluti þjóðarinnar búi í hliðlægum heimi vísindaskáldsögu , þar sem atburðarásin er dálítið frábrugðin því sem við hin þekkjum – að vísu sömu frambjóðendur, en allt önnur orðræða.

  • „Ákveði ég að hætta“ getur ekki talist fullyrðing. Ég myndi nú frekar segja að Ólafur hafi komið hreint fram með þeirri tilkynningu. Hann vill greinilega ekki vera í einhverju puntudúkku hlutverki, þegar/Ef „stöðugleiki hefur skapast“. Forseti sem sameiningartákn er einmitt puntudúkku hlutverk sem ég á erfitt með að skilja að hafi nokkurn tilgang. Íslenski fáninn dugir ágætlega. Ja, eða bara íslenska krónan!?!?!?!?

  • Alveg rétt, hann lýgur. Menn í valdastöðum hafa áður komist upp með það eða beita smjörklípu. En getur verið að meirihluti þjóðarinnar sé enn svo miklir vesalingar og höfðingjasleikjur að þeir komist upp með þetta ?
    Ég segi nei, bara trúi því ekki. Ólaf Ragnar lygara út.

  • Er persóna Ólafs Ragnars Grímssonar til þess fallinn að vera skrifa um ?

    Nei, en það væri ágætt að skrifa eitthvað um forsetaembættið !

    Sitjandi forseti vill að skrifin snúist um sína persónu og það er verið að gera hér. En það sem manni kemur mest á óvart hvað sjálfstæðismenn, eins og Halldór Halldórsson, er duglegir að tjá sig um persónuna Ólaf Ragnar Grímsson ? Eins og kemur fram í skrifum Halldórs er það ekki rök fyrir stuðingi , heldur áróður gegn öðrum frambjóðenda ! Það er ekki bara Ólafur Ragnar Grímsson sem heldur úti sinni auglýsingamennsku, það er líka ,,maskína“ ættuð úr herbúðum sjálfstæðisflokksins sem Halldór Halldórsson tilheyrir sem ber út skít um fólk í framboði !

  • Það verður að skoða ummæli ÓRG um að hætta e.t.v. fyrir lok kjörtímabilsins í ljósi tilgangs þeirra og þess tíma þegar þau féllu. Tilgangurinn var a.m.k. tvíþættur. Annars vegar að undirbyggja það að hann gæfi kost á sér nauðugur og því væri atburðarrásinn, sem hófst með „loðna“ áramótaávarpinu, undirskriftasöfnun skósveinanna (sem kom svo flatt upp á hann (var líklega eini maðurinn sem ekki hafði heyrt um hana) þegar honum voru afhentar þær, að hann hafði ekkert hugsað málið og þurfti því að taka sér viku frest og ræða málið við Dorrit), og svo framboðsyfirlýsingunni, engan veginn fyrirfram ákveðin eða hönnuð, og hins vegar að minnka líkurnar á mótframboði með því að gefa væntanlegum mótframbjóðendum í skyn að þeir þyrftu líklegast bara að bíða í skamman tíma eftir því að komast að og þyrftu því hvorki að ómaka sig né hann (ÓRG) með framboði núna, í stað þess að þurfa að bíða á varamannabekknum í a.m.k. 4 ár og svo e.t.v. fjögur ár enn og fjögur ár enn og fjögur ár enn o.s.frv.
    En gambíturinn mistókst, hann fékk „alvöru“ framboð á móti sér og er því á hröðu undanhaldi frá fyrra leikriti um að taka þetta að sér nauðugur, enda gæti góðhjartað fólk annars misskilið Ólaf og kosið Þóru (eða einhvern annan) til að leysa Ólaf undan þeirri kvöð, sem hann þó nauðugur var tilbúinn að undirgangast, af fórnfýsi og elsku sinni á hinni íslenzku þjóð.

    En viðbrögð Ólafs nú eftir að skoðannakannanir fóru að gera hann órlólegan, einkennast ekki af feginleik yfir langþráðri lausn fram eljusömu starfi, heldur frekar manns sem vill alls ekki sleppa því sem hann hefur. Skiljanlega svolítið mótsagnakennt hafi menn trúað á einlægni Ólafs á fyrri stigum. En einhverra hluta vegna, er ég ekki hissa.

  • Leifur A. Benediktsson

    Kirkjugarðar heimsins eru stútfullir af ómissandi fólki er mér sagt.

    Þrátt fyrir það, gengur þetta bara ágætlega finnst mér.

    ÓRG er ekki ómissandi, nema innan sinnar fjölskyldu sem góður skaffari og fígúra.

    Í mínum huga á hann að stíga til hliðar og rýma fyrir yngra fólki sem er ekki fast í kaldastríðinu sem er löngu lokið.

  • Ofan skrifuð komment sýna íslenskt siðferði og menningu.
    Ég er sannfærð um að svona innræti í fólki finnst bara á Íslandi.

    Guð blessi Ísland og forsetann okkar.
    Megi forsetinn þjóna okkur mörg ár enn.

  • saltnámuþræll

    Það verða allir hæðst ánægðir með splunku- nýjan forseta eftir eitt ár og allir búnir að gleyma hversu ómissandi Ólafur Ragnar Grímsson var

  • Grétar Thor Ólafsson

    Jóhanna, nei, ég á ekki einbýlishús.
    Þ.e. ef þú vilt fara í þann fúla pytt að vera með orðhengilshátt, sem yfirleitt er andsvar rökþrota aðila þegar myndlíkingar, samlíkingar, kaldhæðni og önnur óbein rökfærsla hittir beint í mark. Orðhengilsháttur er stundum „vopn“ rökþrota einstaklinga af sama skapi og strámaðurinn og Ad Hominem. Verst er að það er bitlaust.

    Rósa:
    Forsetaembættið er ónýtt og það á að leggja niður.

    Ömurlegt að fylgjast með þessu.

    Algjör niðurlæging fyrir þjóðina sem ætlar enn og aftur að láta smala sér á kjörstað til að greiða atkvæði í kosningum sem enginn veit um hvað snúast.

    Dapurlegt.““
    Orð að sönnu 🙂 Hjartanlega sammála þér þarna.

  • Saltnámuþræll. Já og Ísland komið í kommúnistabandalagið ESB, með undirskrift sameiningartáknsins. Nei takk.

  • Ásdís Jónsdóttir

    Benni. Kommúnistabandalag!?! Hvaðan kemur þú eiginlega og fæddistu í gær? Þú hefur allavegana ekki verið að fylgjast með fréttum hvorki nú né nokkurntíma áður. Einhver furðulegasta staðhæfing sem ég man eftir að hafa heyrt!

  • Grétar Th.
    Það má nú lyfta umræðunni á obbolítið á hærra plan, er það ekki?

  • Ólafur Gísli Reynisson

    Svona er íslensk umræðuhefð. Átök milli einstaklinga en ekki milli hugmynda eða sjónarmiða. Segja sögur af hvort öðru og stundum eru sögurnar því miður rætnar. Tala um menn en ekki málefni eða öllu heldur ráðast á menn, Ad hominem, skipa sér í fylkingar, með eða á móti. Þeir sem eru ósammála eru óvinir. Góð grein um þetta er á http://blog.eyjan.is/arkitektur/ og heitir „Að forðast gagnrýni“.

  • Auðvitað er það stórfrétt að forseti landsins skuli reyna að ljúga að þjóðinni og ráðist þar að auki að starfsheiðri fréttamanns á ríkissjónvarpinu.

    Það er alveg skýrt að í fyrstu tilkynningu sinni um framboð er hann að tala um að hann muni mögulega hætta áður en kjörtímabilið er búið. „Það er þó einlæg ósk mín að þjóðin muni sýna því skilning … ÁKVEÐI ÉG að hverfa til annarra verkefna áður en kjörtímabilið er á enda og forsetakjör fari þá fram fyrr en ella.“

    Hann er að tala um að hann muni mögulega hverfa til annarra starfa og óskar eftir skilningi þjóðarinnar á því. Núna vill hann snúa þessu við og þykist hafa sagt að hann væri tilbúinn að víkja ef þjóðin óskaði þess, en það er EKKI það sem hann sagði.

    Svo reynir hann að ljúga því upp á fréttamann Ríkissjónvarpsins að hafa búið þetta til og rægir þann einstakling.

    Menn kæmust ekki upp með svona kjaftæði í öðrum löndum.

  • Ólafur Ragnar rægir engann, hvorki fréttamann eða aðra.
    Hefur fólk á Íslandi ekki lesskilning?

  • Haukur Kristinsson

    Matthías Jóhannessen, skáld og ritstjóri, skrifaði 1996 eftirfarandi um forseta ræfilinn.
    “Ólafur er að mörgu leyti ágætur en hann er mesti lýðskrumari og tækifærissinni sem hér hefur tekið þátt í stjórnmálum um áratuga skeið“.

  • Haukur! kl. 17;43
    Þú ert ekki með alla hesta heima.
    Voru þeir Ólafur Ragnar og Matthías nokkurn tíma sammála í pólitik?

  • Haukur Kristinsson

    Og þennan tækifærissinna kusu innbyggjarar ekki einu sinni, ekki tvisvar, ekki þrisvar, nei, fjórum sinnum. Ekki mátti minna vera. Og núna vill viss hópur, þó hrað minnkandi, kjósa kall álkuna í fimmta sinn.

    “Have we not seen enough?”

  • Haukur!!!
    Ólafur Ragnar verður endurkosinn með miklum meirihluta.
    Gerðu þér grein fyrir því.
    EKKERT KEMUR Í VEG FYRIR ÞAÐ.

  • hann segist náttúrlega aldrei ætla að bjóða sig fram í 2 ár… það er bara tómt rugl.

    hins vegar bíður hann sig fram, og kjörtímabilið er 4 ár. ÓRG ræður ekki lengt þess.

  • Ólafur hefur snúið útúr sínum eigin orðum. Þegar hann uppgötvaði að afsagnartilboð hans á næsta kjörtíma féll í grýttan jarðveg. Hann bætti um betur að segjast spara ríkissjóð launakostnað með því að koma í veg fyrir forsetaskipti. Það hafa margir talið það merki um hagsýni. Einhvernvegin er einsog það hafi fallið í skuggann. Mikið væru þessar kosningar áhugaverðari ef Ólafur hefði haft vit á að standa við orð sín í áramótaávarpinu og hætta.

  • Ef þið kallið þetta lygi, þá held ég því fram að ekki finnist nokkur manneskja í þessu jarðlífi sem ekki er lygari. Ég tek undir orð Stebba. Ég get ekki skilið orð Ólafs á nokkurn annan hátt. Anna. Ætlast þú til að forsetinn endurtaki alltaf orðrétt allt sem hann segir. Það gæti verið erfitt að finna slíkt ofurmenni. Nei þessi málatilbúnaður ykkar er hreinlega til skammar. Ég held þið ættuð að reyna að finna eitthvað bitastæðara til að japla á.

  • Jóhannes

    Sagði það 1996, aftur í vor og aftur núna : Tækifærissinni dauðans.

  • Hvaða stóryrði eru þetta Einar? Það er engin mótsögn í því sem forsetinn segir. Hann býður sig fram til fjöggurra ára. Ef veður skipast svo í lofti að hér verður almennileg stjórn og þing sem fólk hefur trú á þá mun forsetinn íhuga að draga sig í hlé.

    Ég bendi á að fjölmargir stjórnmálamenn hafa á síðustu árum boðið sig fram til starfa fyrir almenning til fjögurra ára en horfið svo af vettvangi í miðju kafi. Þeir hafa kannski boðið sig fram í bæjarstjórn en svo aftur tveimur árum síðar til Alþingis einsog Ingibjörg Sólrún og margir fleiri.

    Ekki man ég til að Einar hafi gargað þá um lygar og svívirðingar.

  • Enn ein ósannindin frá Ólafi Ragnari grímssyni. Hann umgengst ekkii sannlæeikann eins og heiðarlegt fólk gerir. þessvegna má ekki og á ekki að greiða honum atkvæði.

  • Hjalti Ómar Ágústsson

    ÓRG heldur því fram að það sé skýrt að framboð hans væri til 4 ára. Það er lýgi, bláköld. Það vita allir sem muna hver viðbrögð þeirra voru við því þegar hann sagði \“ákveði ég að hverfa til annarra verkefna áður en kjörtímabilið er á enda\“ og það sagði hann vissulega. Það er því beinlínis ósatt að það hafi verið \“alveg skýrt\“ að hann ætlaði að sitja allt kjörtímabilið.

    Því næst heldur ÓRG því fram að Svavar hafi búið til einhverja sögu um að hann ætlaði að hætta eftir tvö ár. Það er líka ósatt. Svavar sagði einfaldlega að Forsetinn hefði beðið fólk um að sýna því skilning ef hann myndi hverfa frá störfum \“á miðju\“ kjörtímabili. Það verður að segjast að það er ósköp eðlileg túlkun á þessum orðum ÓRG. ÓRG segir að óvissan sé svo mikil að án hans muni allt fara til helvítis hér á landi. Gefum okkur að það sé satt, bara í gamni. Við getum gefið okkur að líklega verði óvissan ekki horfin innan árs þar sem þeir óvissuþættir sem ÓRG talar um verða ekki horfnir innan þess tíma. Það verður líka að teljast vægast sagt hæpið að krefjast nýrra kosninga þegar innan við ár er eftir af kjörtímabili, allavega verður það að teljast merki um stórkostlegt ofmat á eigin mikilvægi að heimurinn þoli ekki árs bið eftir kröftum manns án þess að veröldin fari til helvítis. Hversu líklegt má til dæmis teljast að ÓRG krefjist þess að nýjar kosningar fari fram 3 mánuðum áður en þær eiga að gera það?

    Þetta skilur eftir tveggja ára tímabil frá því að ár er liðið af kjörtímabili þar til ár er eftir. Það þarf engan snilling til að reikna út að þessi tvö ár eru einmitt á miðju kjörtímabili.

    Hvað sem öðru líður er alveg á hreinu að ÓRG lýgur þegar hann segir að það hafi verið skýrt að hann byði sig fram til fjögurra ára, það vita allir sem muna umræðuna sem fram fór eftir þessa tilkynningu ÓRG, samkvæmt henni var einmitt skýrt að hann gæti vel hugsað sér að hverfa frá áður en kjörtímabilinu lyki.
    Það er lílka á hreinu frétt Svavars var byggð á staðreyndum sem eru óhrekjanlegar og það er því vægast sagt ómerkilegt að ráðast að honum og brigsla honum um að hafa búið til eitthvað sem ÓRG bjó til alveg upp á eigin spýtur.

    Um þetta sýst þessi litli pistill Einars.

  • Mér finnst verst að meðframbjóðendur Ólafs hafa sýnt honum umburðarlyndi og kurteisi. Kannski sjá þeir ekki hversu illa innrættur hann er og hreint út sagt lýginn. Þeir sem síðan kjósa mann í embættið með andverðleikana hans Óla eru ábyrgir, ekki Ólafur því hann her hvort eð er óhæfur. Einar bendir vel á bresti forsetaframbjóðandans og hallar hvergi máli.

  • Ólafur forseti og verður það næstu fjögur ár. Enginn er jafn skeleggur og hann þegar ákvarðanir eru teknar. Eina embættið sem getur stigið ofan á fíflin á alþingi.

  • Ingvar Tryggvason

    Það er til orð í ensku sem lýsir hugsun orði og athöfn. Ekkert orð í íslensku nær utanum margslungna merkinguna. Orðið lýsir eiginleika sem sannir leiðtogar eru gerðir úr. Orðið er: INTEGRITY

  • samúel sigurjónsson

    Það er þó einlæg ósk mín að þjóðin muni sýna því skilning þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan landsins og stjórnarfari og staða okkar í samfélagi þjóðanna hefur skýrst ákveði ég að hverfa til annarra verkefna áður en kjörtímabilið er á enda og forsetakjör fari þá fram fyrr en ella.

    Svona er tivitnun Einars Steingrímssonar, En svona er hún rétt:

    Það er þó einlæg ósk mín að þjóðin muni sýna því skilning þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan landsins og stjórnarfari og staða okkar í samfélagi þjóðanna hefur skýrst, ákveði ég að hverfa til annarra verkefna áður en kjörtímabilið er á enda og forsetakjör fari þá fram fyrr en ella.

    Munar einni kommu, sem breytir henni talsvert

  • Hvernig geta menn fullyrt að forseti vor sé illa innrættur! Eru menn ekki með fullu viti? Þetta eru hatursfull orð og geta aðeins verið lýsandi fyrir persónuleika þess sem lætur slíkt frá sér fara. slík orð eru hrein óvirðing við forseta vor og á ekki að láta óátalið. Gætið vinsamlega hófs í máli þegar rætt er um æðsta embættismann landsins.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fjórum? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur