Í nýlegu viðtali DV við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, sagði hann meðal annars þetta, um auðæfi sín, sem munu nema ríflega hálfum milljarði króna, eða um það bil tvöhundruð ára nettólaunum meðalíslendingsins: „Þó verður maður að viðurkenna að það veitir manni ákveðið öryggi. Kosturinn er sá að maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því þótt maður […]
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í útvarpi í kvöld, varðandi endursendingu írasks hælisleitanda til Noregs: „Ég hygg að norskir aðilar sendi ekki menn í opinn dauðan eða bráða lífshættu. Við verðum að treysta því alla vega að svo sé og þá væri það hreinlegra fyrir okkur að ganga út úr þessu Dyflinnarsamkomulagi.“ Hér fer Ögmundur með rangt mál, […]
Tvær fréttir í gær voru um frekar ógeðfellda hluti: Annars vegar um hundruða milljóna sjálftöku slitastjórna, hins vegar um tvö þúsund og fjögur hundruð prósenta framúrkeyrslu við gerð hugbúnaðarkerfis (sem þar að auki hefur enn ekki verið klárað, þrátt fyrir yfirlýst verklok). Til að bíta höfuðið af skömminni fylgdu í kjölfarið yfirlýsingar frá embættismönnum um […]
Þótt ég sé með hálfgert ofnæmi fyrir hnyttnum tilvitnunum, vegna þess hve þær eru ofnotaðar (ekki síst ef maður ferðast um á Facebook), þá á ég mér samt uppáhalds „tilvitnun“. Hún er svona á ensku: „Never attribute to conspiracy what can be adequately explained by stupidity“. Þessu mætti snara svo á íslensku: „Ekki líta á […]
Vinur minn sagði einu sinni, eftir reynslu af einmitt þess konar tagi, að á Íslandi væri ekki hægt að vera í tuttugu manna samkvæmi án þess að einhver gestanna þekkti NN persónulega (þar sem NN getur verið hvaða þekktur Íslendingur sem er). Þess vegna væri ekki hægt að tala um vammir og skammir NN, ef einhverjar væru, bæði af tillitssemi […]