Laugardagur 06.10.2012 - 16:05 - 8 ummæli

Jón, Séra Jón, Gnarr-Jón og valdið sem spillir

Fáum virðist finnast það tiltökumál sem ég gerði að umræðuefni í pistli í gær, hvernig fólk í valdastöðum á Íslandi heldur leyndum upplýsingum sem almenningur ætti að fá aðgang að um leið og valdafólkið.  Mér finnst þetta satt að segja ein versta blindan þegar kemur að þeim kröfum sem fólk leyfir sér að hafa í frammi gagnvart yfirvöldum.  Samtímis held ég að þótt vika til eða frá í umræddu máli skipti ekki sköpum, þá sé valdbeitingin hér einmitt valdníðsla af því tagi sem gegnsýrir hugsunarhátt valdafólks á Íslandi, og sem almenningur sættir sig við í allt of ríkum mæli.  Því ákvað ég að birta hér, sem sérstakan pistil, svar mitt til heiðursmannsins Jóns Daníelssonar, við athugasemd hans um ofangreindan pistil minn.  Athugasemd Jóns má sjá í tjásukerfinu við þann pistil.
———————————————————————
Jón:  Ég held ekki fram að nákvæmlega hvenær skýrslan verður birt almenningi sé stórmál.  Hins vegar finnst mér þetta lýsandi dæmi um það hryllilega viðhorf sem gegnsýrir íslenska stjórnsýslu:  Fólkið sem hefur völdin innan hennar lítur alltaf á eigin hagsmuni sem æðri hagsmunum almennings.  Þetta ætti auðvitað að vera þveröfugt.  Engum dettur í hug að halda öðru fram opinberlega en að hið æðsta vald komi frá almenningi.  Þannig ætti það einnig að vera í praxís, og því ætti enginn nokkurn tíma að fá skýrslu af þessu tagi í hendur á undan almenningi, þegar henni er lokið, og hún er ekki lengur í vinnslu.
Það gerir ekkert til þótt kjörnir fulltrúar þurfi að segja við fréttamenn að þeir hafi ekki kynnt sér efni skýrslunnar mínútu eftir að þeir fengu hana í hendurnar.  Það er heldur ekki eðlilegt að valdafólkið fái langan tíma til að undirbúa sig sem hugsanlegir gagnrýnendur þess fá ekki.  Valdafólkið á EKKI að verja eigin hagsmuni í þessu máli, eða nokkru öðru sem stjórnsýslan fæst við.
Þetta viðhorf sem ég er að berjast fyrir hér hefur reyndar verið stjórnarskrárbundið í Svíþjóð í áratugi, og engan stjórnmálamann þar í landi hef ég nokkurn tíma heyrt halda því fram að það væri óeðlilegt, hvað þá skaðlegt.  Í Svíþjóð hefði hver sem er, jafnvel þú, nafnlaust, getað fengið afrit af þessari skýrslu um leið og hún hafði verið afhent borgarstjóra.
Þótt Svíþjóð sé ekki að öllu leyti draumaland, þá ĺiggur einföld hugmynd að baki hinum ítarlegu og öflugu upplýsingaákvæðum sænsku stjórnarskrárinnar: Að stjórnvöld eigi að vinna fyrir hagsmuni almennings, og að engir aðrir hagsmunir megi hafa áhrif á það starf.
Ég veit að það er nánast enginn skilningur á þessu sjálfsagða viðhorfi á Íslandi.  Og mér finnst sláandi að maður eins og þú skulir taka undir þá afstöðu sem ég tel í þessu máli vera örgustu valdníðslu.  Sláandi, einmitt af því að fáa menn þekki ég sem eru eins víðsýnir og réttsýnir og þú ert (þótt ég sé stundum ósammála þér).

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • ,,…valdníðsla af því tagi sem gegnsýrir hugsunarhátt valdafólks á Íslandi,…“

    Þetta er alveg rétt hjá þér. Það má líka koma fram, að fólk sem á að vinna fyrir opinberar stofnanir eða fyrirtæki, virðist ekki vita hvað þjónusta er. Auðvitað er það þannig vegna þess að það var ráðið með pólitískum formerkjum. Þú veist að það er eitur í æðum íslenskra pólitíkusa eitthvað sem heitir þjónusta eða upplýsingaflæði !

    Hvað er til ráða ?

    Jú, fara úr þessu landi !

    Hér eru bara klíkur og klúbbar sem ráða öllu , og hafa gert lengi !!!

    Það breytist ekkert og það er engin vilji til að breyta !

    Sjáðu, það er svokölluð vinstri stjórn en ekkert á að leysa vanda venjulegs íslendings . Hvers vegna er ekki leiðrétt staða verðtryggðra lána ?
    Jú, vinir vinstri pólitíkusa ( ein klíkan ) vill það ekki ( ASÍ klíkan ) .

    Það er alveg sma hvar þú kemur niður !

    Hvaða sjónvarpsefni er verið að bjóða upp á, jú viðtöl ( Silfur Egils ) við meðlimi úr þessum klíkum. Það er aldrei talað við venjulegan íslending !

    Einar !

    Það þarf að loka öllum háskólum landsins til að geta késett klíkurnar. Þar byrjar þetta allt saman. Háskólasamfélagið á allt hrunið eins og það leggur sig ! Þar átti að vera vit og kunnátta !!!!
    Hvað var gert ?

    Þetta veitstu allt saman !!!!

    Einhver samnefnari í Jóni Gnarr, hann er ekki úr þessari klíku, en bara annari !

  • Doktor Samúel Jónsson

    Þetta eru allt sömu grísirnir á spena gyltunnar.

    Endalaust vefjum við grísina og gyltuna klæðum og segjum amen eftir efninu.

    Hvenær ætlar hinn venjulegi ræfill heimsins að vakna?

    Hvað þarf marga Orwella og hvað þarf marga Kafka til að við sjáum það sem vitum öll?:

    Hinir hæstvirtu og háæruverðugu ómagar á opinberu ríkis- og sveitarsjórnar framfæri skammta sér sjálfir af blóði okkar, svita okkar og þegja okkur svo í hel með opin-berri þögn sinni. Þannig vilja þeir hafa það: Hefað brauð af freti þeirra og skrípaleiki með þeim í öllum rullum.

    Kristín, véfréttin frá delí

    svar óskast frá gnarraragnarr og umræðustjóranum opinbera, aglarahelgara, í stíl abrakadabra.

  • Jón Daníelsson

    Sæll Einar og takk fyrir þetta svar.

    Rétt og skylt er auðvitað að þakka fyrir hlý orð í minn garð og auðvelt að endurgjalda þau, því pistlar þínir eru almennt með því betra og skynsamlegra, sem ég les á bloggsíðum.

    Það þarf kannski ekki að vera neitt prinsippmál að stjórnmálamenn fái tíma til að kynna sér skýrslur áður en fjölmiðlamenn taka að spyrja þá út í efni hennar. Þetta hefur hins vegar verið viðtekin venja hérlendis og mér hefur fundist hún skiljanleg.

    Auðvitað gætum við breytt þessari hefð og tekið upp þann sið að skýrslur verði einfaldlega birtar opinberlega um leið og þær eru tilbúnar. En það þyrfti þá að verða hin almenna regla.

    Meginatriðið er í mínum huga, að umfjöllun og umræður um slíkar skýrslur nái dýpra en að klóra aðeins í yfirborðið. Til að svo geti orðið þurfa bæði fjölmiðlamenn og stjórnamálamenn að fá einhvern tíma til að kynna sér innihaldið. Það gæti þannig að minni hyggju verið til góðs að fjölmiðlar fengju eintök af skýrslum með eins eða tveggja daga fyrirvara áður en þær eru kynntar. Þannig gætu bæði spurningar og svör orðið betur undirbyggð og umræðan skynsamlegri.

    En ég á auðvelt með að taka undir með þér varðandi leyndarhyggjuna sjálfa. Hún er auðvitað óþolandi og við gætum vissulega lært mikið af Svíum, sem láta móttökustimpilinn einfaldlega ráða því hvenær skjal verður opinbert.

  • Doktor Samúel Jónsson

    JR nefnir nokkur innmúruð og innvígð virki. Má ég einnig benda á sjálft Ríkisútvarpið og hverjir skipa meirihluti stjórnar Ríkisútvarpsins, sem og það vanhæfta alþingi sem þann meirihluta kaus, er líkast til sú menntaelíta sem JR ræðir um:

    – Margrét Frímannsdóttir, Forstjóri Litla Hrauns

    – Björg Eva Erlendsdótti, Hluthafi í Smugunni

    – Halldór Guðmundsson, Forsjóri Hörpunnar

    Le Monde, hnötturinn allur, gildir um „mennta“elítu Göbbela ESB,

    Óðinn Jónsson, Þórólf Matthíasson, Gunnar Helga Kristinsson og án nokkurs vafa, Baldur sjálfan Þórhallsson, þingmann nr. 64 í þingsal (þegar Jóhanna gleymir holdlegri líkamningu sinni í þingsal, því ekki getur hún gleymt vitinu, því sem ekkert er).

    Indriði H. Þorláksson og Svavar Gestsson eru svo fulltrúar hinnar austur-evrópsku „mennta“elítu, sjálfra fyrirmyndarinnar, EUSSR, að loka takmarkinu, hinu Stór Habsborgara Deutshland uber alles, WW lebensraum taka III.

    Fjórflokkurinn er allur haldinn dekadent dauðahvöt. Innanmein.

    Samfylkingin, með Jóhönnu Sigurðardóttur sem formann, er dauðanum dæmd, algjört óumflýjanlegt pólitískt harakíri.
    Náir, sem þrífast á engu öðru en heiftgjarni illsku.

    Sjálfstæðismenn, með Bjarna Benediktsson sem formann, eru uppskvísaðar og meðvirkar pútur, sem lifa fyrir ESB fixið.

    sannkallaðar pólitískar gungur, sem munu grafa sína eigin gröf.

    Vg er með sjálfvirkan og tímasettan sprengibúnað innanklæða, líkt og talíbanskir hryðjuverkamenn. Þeirra bíður sprenging í tætlur.

    Framsóknarmaddaman mun meika sig samkvæmt vanda, en þykja ótrúverðug, sem útlifuð og sýkt skækja.

    Og þá er vitaskuld freistandi að kúka líka á kisulóruna Bjarnfreðarson.

  • Doktor Samúel Jónsson

    Tek það sérstaklega fram að ég heiti ekki Össur Skarphéðinsson, enda er ég alltaf bláedrú þegar ég skrifa mínar nótur um menn og málefni.

  • Haraldur Ingi Haraldsson

    Carccetty? ( Borgarstjóri Baltemore í þáttunum The Wire sem Jón G þekkir vel)

  • Doktor Samúel Jónsson

    Það hefur verið víraður saman kjafturinn á pússikettinum Bjarnfreðarsyni.
    Dr. med. Dagur B. Eggertsson sá um aðgerðina. Hann hefur þó ekki plastískt kírúrgískt leyfi og alls ekki sérþekkinguna til þess. Solla kallaði hann svo snemma heim sem erfðaprins samfýósanna. Afraksturinn er nú hið víraða útfrymi samfýósanna. Það er sagt að hann biðji að heilsa, en hvaðan? Er hann til?

    Að þessi bleika gleðigöngu brussa, sem hreykti sér af skrautvagni sínum, meðan börn fátækra fá ekki vist í tómstundastarfi á vegum borgarinnar, sé hann gamli góði Jón Gnarr, Nei, þetta var víraða fríkið hans dr. med Dags B. Eggertssonar. Trúið mér. Lýst er eftir gamla góða Jóni Gnarr. Hann er horfinn. Samfýósarnir kunna að láta menn hverfa, sporlaust.

  • Sigurður #1

    „Strax að loknum þeim fundi verður boðað til blaðamannafundar þar sem fjölmiðlum gefst kostur á að spyrja nefndarmenn og fulltrúa af eigendafundi út í niðurstöðurnar og skýrslan mun liggja frammi.“

    Stjórnmálamenn þurfa semsagt ríflegan tíma í næði til að undirbúa blaðamannafund þar sem blaðamönnum gefst færi á að spyrja út í skýrslu sem þeir hafa sjálfir ekki enn fengið færi á að kynna sér.

    Þetta er soltið sniðugt…..fyrir stjórnmálamennina.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sjö? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur