Sunnudagur 14.10.2012 - 11:56 - 3 ummæli

Jafnréttisstyrkir til landsbyggðarkarla

Jónína Rós Guðmundsdóttir þingmaður bendir í dag á þann kynjahalla sem er viðvarandi á landsbyggðinni, þar sem konur, sérstaklega ungar konur, flytja í miklu meiri mæli í þéttbýlið en karlar.  Ekki er ótrúlegt að þetta stafi meðal annars af því að konur fara miklu frekar í háskólanám en karlar; fjöldi kvenna í háskólanámi mun vera um tvöfaldur á við karla.
Ef hlutföllin á landsbyggðinni væru öfug, og karlar væru miklu fjölmennari í háskólanámi en konur, er ég nokkuð viss um hver viðbrögð margra stjórnmálamanna yrðu. Í samræmi við það legg ég til að landsbyggðarkörlum verði boðnir sérstakir jafnréttisstyrkir til að flytja í þéttbýli.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

 • Einar, þú færð mig reglulega til að skella vel upp úr.

  Það eru víst 6000 fleiri konur en karla með háskólapróf og enn eru engin úrræði til að vinna á móti þeim mismum og þér tekst vel að sýna fram á hversu ótrúleg þessi mál eru orðin.
  Móðir ein kvartaði sáran til Verslunarskólans í haust þegar dóttir hennar komst ekki að en strákur með verri einkunnir komst inn fyrir þær sakir að jafna kynjahlutföll.

  Þetta er, að ég tel, nátengt þeirri „konur eru þolendur og góðar“ en „karlar eru gerendur og vondir“ uppstillingu feminismans og því mun þessum sama hóp sem hvað harðast fer fram fyrir forréttindum kvenna aldrei sjá lógikina í því sem þú segir. Karlar þurfa og eiga ekki að fá styrki, það er fyrirbæri aðeins fyrir konur að því að það er stórt samsæri allra karla gegn konum og hefur alltaf verið og mun alltaf verða og svo framv.
  Kemur þetta fram í því t.d. að fólk á að líta á orðið feministi sem gott orð en chauvinismi sem vont.

  Það sem ég tel sérkennilegast í þessu er að ekki finnist fleiri konum þetta orðið lítillækkandi þessi sterka tilhneyging feminista að færa ábyrgð frá einstaklingnum yfir á samfélagið og gera feministan þar með að eins og konar ný-vinstri stefnu sérsniðin ákveðnum hóp af kvennfólki.

  Það eru fleiri hópar karla sem eiga um sárt að binda og hvernig karlamálin hafa verið algjörlega hunsuð af feministum sýnir þá sem grímulausan hagsmunahóp með pólitíska stefnu sem ætti með réttu að vera jaðarhópur.

  Simon

 • Símon skellir uppúr svo skemmtileg finnst honum athugasemd Einars við skrif þingmannsins að austan en gerir sér ekki grein fyrir því að Einar Steingrímsson er alvörugefinn maður, meinar það sem hann skrifar; er fúlasta alvara og fer aldrei með gamanmál.
  Þess vegna er tillaga hans um jafnréttisstyrki til handa landsbyggðarkörlum runnin frá hans hjartans rótum svo þessir aumingjar geti skundað sæmilega fjáðir til borgarinnar og sest þar á háskólabekk og verið menn með mönnum.
  Í huga Einars virðist það vera lykillinn að lífshamingjunni og framtíð Íslands að landsbyggðarkarlar taki sig upp og flytji á mölina; gerist háskólaborgarar og nái sér í heiðvirða gráðu svo sem í lögfræði, kannski hagfræði eða stjórnmálafræði sem mestur glansinn er af þessa stundina.
  Iðnaðarmenn,iðnverkamenn, sjómenn og fiskverkafólk úti á landsbyggðinni er í hans bókum annars flokks og ekki á vetur setjandi.
  En í drambi sínu, yfirlæti og sjálfumgleði borgarbarnsins er hann blindur á skjalfestar staðreyndir.
  Úti á landsbyggðinni verða nefnilega verðmætin til sem halda þjóðarskútunni á floti og tryggja sæmilega afkomu og velferð flestra landsmanna, líka þeirra sem búa í Reykjavík.
  Það er sjálfsagt erfitt fyrir Einar og sárt að opna augun sín fyrir þeirri staðreynd og einkum því, að það skuli vera fólk sem hann metur annars flokks sem sér um bróðurpartinn af verðmætasköpunni í landinu.

 • Bjarni Tryggvason

  GSS virðist ekki skilja hæðni. Er greinilega gaurinn sem alltaf þarf að útskýra brandarann fyrir eftir á.

  Pro tip: Einar var að gera góðlátlegt grín að því öngstræti sem þessi blessuðu jafnréttismál eru komin í hér á klakanum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sex? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur