Sunnudagur 04.05.2014 - 10:08 - 12 ummæli

Hanna Birna er samviskulaus lygari

Þann 20. nóvember birtist frétt í Morgunblaðinu um að blaðið hefði undir höndum „óformlegt minnisblað“ úr innanríkisráðuneytinu, þar sem dylgjað var um einkamál tveggja hælisleitenda og einnar íslenskrar konu.  Öllum sem vildu vita varð fljótlega ljóst að minnisblaðinu hafði vísvitandi verið lekið í fjölmiðla af háttsettu fólki í ráðuneytinu, og er þar um að ræða hegningarlagabrot sem varðar allt að tveggja ára fangelsi.
Innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hélt því fram á Alþingi að umrætt minnisblað (sem fór víða) væri „ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu“.  Til að bíta höfuðið af skömminni hreytti hún svo fúkyrðum í þingmenn sem leyfðu sér að spyrja um þetta svívirðilega mál sem hún ber sjálf ábyrgð á, auk þess sem hún reyndi að varpa grun á undirstofnanir ráðuneytisins, sem í ljós kom að aldrei höfðu fengið minnisblaðið, og jafnvel á Rauða Krossinn, sem hún hafði svo í hótunum við, undir rós, með vel tímasettri heimsókn.
Nú hefur það endanlega verið staðfest sem flestum hefur lengi verið ljóst, að umrætt minnisblað var samið í ráðuneytinu, og því var augljóslega lekið þaðan.  Það er því líka orðið ljóst að Hanna Birna laug blákalt að Alþingi, og þjóðinni, sem í öllum löndum með einhvers konar pólitískt siðferði hefði leitt til að hún hefði nú þegar neyðst til að segja af sér.
Önnur hlið á þessu máli, og ekki síður alvarleg, er að málið hefur verið til umfjöllunar hjá ríkissaksóknara, lögreglu, héraðsdómi og Hæstirétti.  Annars vegar er ósvífið siðleysi hjá ráðherra að víkja ekki a.m.k. tímabundið á meðan undirmenn hennar, sem eiga starf sitt og framtíð undir geðþótta ráðherrans, rannsaka meint alvarlegt hegningarlagabrot hennar og/eða nánustu samstarfsmanna.  Hins vegar lýsir það ekki síður fyrirlitningu á réttarríkinu að ráðherra sitji sem fastast þegar lögregla, ákæruvald og dómstólar fjalla um mál sem hún eða aðstoðarmenn hennar geta augljóslega upplýst.
Ástæðan er auðvitað sú að Hanna Birna veit að pólitískum ferli hennar er lokið ef allur sannleikurinn kemur upp á yfirborðið.  Hins vegar að hún setur eigin hagsmuni ofar réttarríkinu, borgaralegum réttindum einstaklinga og því sem almennt er talið að valdafólk eigi að vera: hreinskilið og heiðarlegt.
Hanna Birna Kristjánsdóttir er ómerkilegur lygari og samviskulaus valdafíkill.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

 • Haukur Kristinsson

  Þetta viðbjóðslega mál ráðuneytisins gagnvart varnarlausum, blásnauðum flóttamanni er orðið „litmus test“ á Ísland sem réttarríki og pólitískt siðferði stjórnsýslunnar, eða jafnvel allrar þjóðarinnar.

  Hinsvegar reikna ég alveg eins með því að Hanna Birna hangi í embættinu, sem yrði enn ein staðfesting á „endemic moral corruption“ framsjallanna.

 • Pakkakíkir

  Sýnir vel þörfina á að endurskoða kerfið svo hægt sé að snúa hælisleitendum strax við, svo svona vandræði komi ekki upp.

 • Sem æðsti maður lögreglu- og dómsmála, þá fer ég fram á að ráðherra segi af sér, þó ef ekki væri nema til þess að leyfa réttarríkinu að njóta vafans. Viðkomandi ráðherra er kona meiri fyrir vikið.

 • Sigurður

  „Ástæðan er auðvitað sú að Hanna Birna veit að pólitískum ferli hennar er lokið ef allur sannleikurinn kemur upp á yfirborðið.“

  Ertu eitthvað klikkaður?

  Ekki einu sinni þótt hún hefði sjálf labbað með þetta blað inn á ritstjórnir fjölmiðla, veitt viðtöl og myndatökur við afhendinguna þyrfti hún að segja af sér, né hefði það nokkur áhrif á hennar pólitíska feril.

  Í öllum löndum í kringum okkur hefði hennar pólitíska ferli lokið í borgarstjórn og hún aldrei átt möguleika í landsmálin.

  • Einar Steingrímsson

   Já, Sigurður, kannski er ég einum of bjartsýnn. Ég vona samt ennþá að þrýstingurinn sé orðinn of mikill til að hún lifi þetta af pólítískt.

 • Afhverju eruð þið svona dónalegir gagnvart Hönnu Birnu? Mér finnst þetta lýsa ykkur sjálfum. Hvers vegna haldið þið að fólk sé í pólitík? Þið verðið að sætta ykkur við að hún ræður. Þið eruð eins og þrælheimsk naut í bás!

 • Heimir Fjeldsted

  Einar sparar ekki stóru orðin núna, enda lágu þau ónotuð í læstri geymslu í tíð svikastjórnar Jóhönnu, Össurar og Steingríms.

  • Einar Steingrímsson

   Heimir minn …

   Hér hefur þú farið dyravillt, eða þá hefurðu ekki fylgst með gagnrýni minni á síðustu ríkisstjórn.

 • Sigmundur Guðmundsson

  Jafnvel í Austur-Þýskalandi lét flokkurinn Honecker fjúka !!!

 • Björgvin Mýrdal

  Þetta er nákvæmlega það sem ég sagt vildi hafa…

  Hanna Birna á að segja af sér nú þegar.

 • Einar þessi gífuryrði þín hljóma líklega betur í höfði þínu en margra annarra. Ég er ekki sjálfstæðismaður og finnst þetta mál sorglegt og skrýtið. Þetta snýst ekki lengur um hvort Hönnu Birnu. Málið snýr annars vegar að yfirvöldum í heild sinni og hvort þau hafi yfirleitt einhvern áhuga á að fara eftir þeim reglum sem settar eru af þeim sjálfum og hins vegar að okkur borgurunum. Við getum ekki heimtað opna umræðu okkur til gagns á sama tíma og við úthrópum einhvern sem „samviskulausan lygara“, án þess að hafa einhverjar haldbærar sannanir sem hægt er að nota í réttarkerfinu. Með því erum við ,í þessu tilfelli þú Einar, að viðhalda þessari vondu umræðu sem kemst yfirleitt ekki lengra en ofan í næstu skotgröf. Upphrópunarmerki án innihalds hafa enga merkingu og gera því umræðuna merkingarlausa og tilgangslausa. Ef þú telur þig 100%vissu fyrir því að Hanna Birna sé „samviskulaus lygari“, þá er ekki nóg að þér bara finnist það okkur finnst öllum eitthvað um allt en það er betra að hafa eitthvað í höndunum sem gefur okkur ástæðu til skoðanna okkar þá verða þær ígrundaðar en ekki bara eitthvað slúður sem gæti verið rétt en gæti þó líka verið alrangt. Hanna Birna hefur verið valin af stórum hópi fólks sem styður hana og telur hana geta unnið sín störf vel. Lýðræðið er á „hold“ á meðan að orðræðan eru persónulegar dylgjur sem ekki standast skoðun.
  Ég er ekki með þessum orðum að verja Hönnu Birnu en ég get heldur ekki vaðið í manninn þegar ég sé ekki boltann það er tuddaskapur og þykir ódrengilegt.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og átta? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur