Mánudagur 19.05.2014 - 19:46 - 11 ummæli

Að „selja“ ríkiseignir fyrir spítala

Heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíusson á „von á því“ að ríkissjóður fjármagni byggingu nýs Landspítala með sölu ríkiseigna.
Það er ekki ný hugmynd.  Fyrir tíu árum eða svo var Síminn, áður Landssíminn, „seldur“ og átti að nota féð til að byggja umræddan spítala.  Þeir peningar eru horfnir, og ekki var svo mikið sem stungið niður skóflu til að hefja spítalabygginguna.  Bankarnir, einnig eign almennings, voru líka „seldir“.  Hafi eitthvað verið greitt af söluverðinu er ljóst að það fé er ekki nema örlítið brot af því tjóni sem nýir eigendur bankanna ollu.
Samtímis því sem ekki er til fé í ríkissjóði til að byggja nýjan spítala er verið að gefa útgerðarfyrirtækjum, ekki síst sumum ríkustu græðgiskapítalistum landsins, tugi milljarða sem hægt hefði verið að nota í verkið.
Reynslan af einkavæðingu ríkiseigna á Íslandi á þessari öld er svo hörmuleg að það væri brjálæði að endurtaka þann leik.  Ekki bara hafa gjafir stjórnvalda á eigum almennings til útvaldra vildarvina í góðu „talsambandi“ við valdaklíkurnar skilað nánast engum peningum í ríkissjóð, heldur hafa þessar gjafir leitt af sér einhverjar mestu efnahagshörmungar í manna minnum á Íslandi.  Hörmungar sem allar bitna á saklausum almenningi, sem þar að auki hefur verið rændur, á meðan glæpamennirnir halda áfram að raka saman auði á kostnað sama almennings.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Hreggviður

    Hrundans hafinn að nýju, enda kjósendur reiðubúnir fyrir töku tvö skv síðustu kosningum.

  • Haukur Kristinsson

    Við erum enn á ný að nálgast það ástand sem gerði Davíðshrunið mögulegt. Frekari viðræður við EU gætu orðið stór þáttur í því að hörmungarnar endurtaki sig ekki. En þessvegna, einmitt þess vegna, vill Íhaldið slíta öllum samnings- og aðlögunarviðræðum.
    Svo er Styrmir Gunnarsson í sínum ómerkilegu og banal Evrópuvaktar pistlum hágrátandi yfir því að “sjálfstæði Íslands sé í hættu, sjálfstæðið sem við fengum í áföngum á síðustu rúmum 100 árum.”
    Halló, þetta blessaða „sjálfstæði“ sem varð að viðbjóðslegu kunningjaþjóðfélagi 4-flokksins, ekki síst Íhaldsins og Framsóknar, flokkanna, sem hafa nauðgað þjóðfélaginu í áraraðir. Styrmir segir meðal annars: “Það mun enginn hirða um það hvað 320 þúsund einstaklingar hafa að segja gagnvart 500 milljónum manna, sem nú búa í aðildarríkjum Evrópusambandsins.“ Okay, en hver mun hirða um það hvað 320 þúsund einstaklingar hafa að segja gagnvart LÍÚ, heildsölum og lögfræðinga mafíu Íhaldsins á mölinni fyrir sunnan? Hlutfallið er líklega verra en Ísland/EU.

    Samfélagið verður að losna undan áhrifum þessara afturhaldssömu og þröngsýnu skarfa, sem hafa ekki vit á því að þegja. Í dag erum við með 5 ef ekki 6 vefsíður sem stunda óheiðarlega „disinformation“ gegn EU. Evrópuvaktirnar lengst til hægri og vinstri, Heimssýn, Pál Vilhjálmsson og svo einnig Vefsíðu sem Jón kallinn Bjarnason heldur úti, sú heimskulegasta og lágkúrulegasta af þeim öllum. Þá eru vanþroska Valhallar kids með eitthvað rugl í umferð.

    Umræðan gæti ekki verið á lægra plani.

  • Stjórnkerfi sem elur af sér vanhæfni ráðamanna og geigvænlega spillingu þeirra er því miður raunin. Spítali og Landsvirkjun? Hvað með sæstreng og Landsvirkjun?

    Mig minnir að skömmu eftir að núverandi ríkisstjórn tók við völdum hafi ný upplýsingalög tekið gildi sem Landsvirkjun – og sum önnur opinber fyrirtæki – falla undir.

    Það væri glapræði að selja Landsvirkjun og það verður að komast að því hve mikið þarf að virkja fyrir sæstrenginn. Ávallt er byrjað á öfugum enda hér á landi vegna einfeldni og græðgi ráðamanna en vakandi almenningur og stjórnmálafólk með samvisku verður nú að fara fram á að byrjað skuli á réttum enda. Of margt er í húfi til lengri tíma.

    Afsakið að ég fari út fyrir spítalaefnið hér en mér fannst þetta bara of merkilegt til að nefna ekki. Fyrst þetta er í tengslum við Landsvirkjun og sölu ríkiseigna.

  • kristinn geir st. briem

    burtséð frá því hvernig á að fjármagna landsspítala. sem væri hægt að fá með afskriftum bankana. þá virðist mér þeir ætla að níta gamla spítalan. en gleima því að það er oiftast nær jafn dýrt að endurbyggja gamalt og byggja nýtt. svo ég tali ekki um ríkiseignir sem stjórnvöld eru dugleg að byggja en nenna svo ekki að halda við. þessvegna verða þeir senilega að bæta 50% við kosnaðaráætlun ef þeir noti þann gamla það er reinslan af áætlanagerð sjálfstæðismana hún stenst aldrei

  • Sveinn í Felli

    Það er svosem ein almenningseign sem hægt væri að *leigja* til að tryggja rekstur nýs Landsspítala; en það er tímabundinn nýtingarréttur fiskistofna.
    Reyndar er það svo að vegna villu í töflureiknum (Excel) sem notaðir eru í viðskipta- og hagfræðikennslu, þá fást pólitíkusar aldrei til að setja pening í rekstur, en á móti bíða þeir í röðum eftir að fá að fjármagna steinsteypu.

  • Klárlega var það ekkert öfgafult að einkavæða bankanna og einkavæða símann á sínum tíma. Raunar var það þegar búið að einkavæða banka í öllum öðrum vestrænum ríkjum áratugum fyrr. Raunar voru þessir bankar reknir sem pólitískar fyrirgreiðslustofnanir og þeir sem gráta þetta kerfi vita væntanlega í raun lítið um íslensk stjórnmál fram að aldamótum. Væntanlega eru alstærstu mistök síðustu ríkisstjórnar að gera Landsbankann að ríkisbanka og þannig ríkið ábyrgt fyrir skuldunum og þann kostnað munu íslenskir skattgreiðendur borga í langan tíma og íslenskt velferðarkerfi með niðurskurði. Hin mistökin voru í raun Íbúðarlánasjóður sem er tilberi á kosnað íslenska ríkisins og eru þar 4-5 miljarðar og jafnvel meirá á hverju ári í áraraðir.
    Vandamálið var að við einkavæðinguna var þetta fengið reynslulausu og ábyrgðarlausu fólki með rétt flokksskýrteini og algjörlega vanhæfu og undirmönnuðu eftirlitskerfi.
    Væntanlega hafa menn ofmetið afraksturinn af þessu og þegar í raun ekki mátti hagræða, þeas. loka bankaútibúum í stórum stíl þá var farið í viðskiptabankastarfsemi á tíma „silly money and silly investors“ þar sem menn keyrðu á tipple AAA lánstrausti Íslands í skjóli þess að við værum norrænt ríki og mokuðu inn erlendu lánsfé á lágum vöxtum og fjárfestu en þetta stöðvaðist þegar þessi peningastraumur hætti og vextir hækkuðu.

    Raunar er kerfi einkarekstrar þar sem ríkið greiðir kosnað notað í td. heilsugæslunni í Bretlandi þar sem flestir greiða lítið sem ekkert í gjöld eins á Norðurlöndum, Noregi, Svíþjóð og Danmörku en á Íslandi er þetta miðstýrður ríkisrekstur. Raunar hafa fleirri einkareknar stofnanir verið lagðar niður nægir að nefna St. Jósefspítala í Hafnarfirði, Landakotspítla og síðan St. Franciskusspítla á Stykkishólmi. Ísland hefur valið leið miðstýringar og ríkisforsjár í heilbrigðiskerfinu meðan aðrar þjóðir þær sem við viljum helst líkja eftir hafa valið þveröfuga leið.

  • Það er eins gott að menn geri sér grein fyrir hvað tekur við á komandi árum. Mannfjöldaspár sbr. td. pistil Egils Helgasonar
    http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2014/05/19/thingheimur-hvetur-til-thess-ad-nyr-spitali-risi-fljott/
    Þá þarf ekki að velta vöngum yfir hvað gerist við hækkaðan meðalaldur þjóðarinnar. Það mun verða margföldun í tíðni krabbameina, hjarta- og æðasjúkdóma og hreyfingarleysi og offita í aukningu á sykursýki og síðan slitgift, Altzheimer ofl. ofl.
    Þetta mun á næstu 30 árum leiða til 2 – 3 földunar á raunútgjöldum til heilbrigðismála.
    Illa viðhöldnu og að stofni illa tækjavæddur Landspítali sem að stofni til 60-80 ára gömlu húsnæði Landspítalans sem er dreift á fleirri staði gerir það ákaflega mannfrekt til rekstrar og húsnæði og mannafli ræður ekki við þetta núna og þetta mun aukast mánuð frá mánuði næstu áratugi.
    Raunar er td. verið að ráða og mennta krabbameinslækna í nágrannalöndum okkur til að mæta þessari bylgju meðan á Íslandi helst þeim ekki á fólki. Mér skilst að stærsti hlutinn sem fengist hefur til að koma til Ísland sættir sig ekki við starfsaðstöðu, tækjakost, laun og vinnuálag og fer hreinlega annað enda hefur íslenska ríkið ekki sett tvær spítur í kross til að sérmennta lækna og í raun stólað á að fólk skilaði sér til baka eftir margra ára sérnám á kostnað nágrannlandanna.

  • Anna Sigríður Guðmundsdóttir

    Hvers konar hugmyndasteypa var það, þegar hverri spítalastofnuninni af fætur annari var lokað? Og rökin fyrir lokunum þeirra var látin heita einhverju mjög undarlegu lýsingarorðs-nafni, sem ekki stenst heiðarlega og nánari skoðun.

    Svo ætluðu þessir topp-„snillingar“ banka/lífeyrissjóða-mafíanna að réttlæta rán á lífeyri almennings í spítalabyggingu, „vegna skorts á hjúkrunarrými“?

    Íslenskir Aðalverktakar og Samtök Atvinnulífsins (klíkurnar siðlausu) geta varla beðið eftir að fá að eyða eignum almenningssjóða í sína siðblindu græðgis-glæpasteypu.

    Hvað finnst fólki almennt um svona blekkingar og kúgunar-aðferðir hvítflibba-lögbrjótanna?

    M.b.kv.

  • Anna Sigríður, sannleikurinn er að á Íslandi hvort sem það var í stjórnartíð fyrri „helmingaskiptastjórna“ eða „Einkavæðingarstjórna“ sem stýrðu hér í 12 ár. Í „hrunstjórninni“ sem lifði í í tæp 2 ár eða „Norrænu velferðarstjórninni“ þá hefur stefnan í heilbrigðismálum verið aukin miðstýring og ríkisrekstur og raunar sker Ísland sig þannig frá norrænu nágrannalöndum okkar og Bretlandi.
    Heilbrigðiskerfið er vanfjármagnað og þessi söngur um eitthvað lúxus hátæknisjúkrahús er í raun bull. Menn geta augljóslega verið ósammála um leguna og flugvöllinn. Það kostar óheyrilegar upphæðir að reka litlar einingar í heilbrigðisþjónustinni og 60-80 ára gamalt og úr sér gengið sjúkrahúsnæði er td. rifið í öðrum löndum. Þykir ekki henta nútíma sjúkrahúsrekstri. 4-6 manna rúm með klósett á ganginum hentar ekki í dag enda eru sjúklingar miklu veikari, eldri og hrörlegri í meira eða minna illa viðhöldnu sjúkrahúsnæði.
    Bylgjan gríðarlega er skollinn á og mun af meiri krafti skella á heilbrigðiskerfinu. Fyrst komu krísurnar þegar influensufaraldur kom núna eru krísur án þess að neitt sé í gangi þeas. menn hafa ekki næg sjúkrarúm. Það þýðir ekki með rúm heldur eftirlit, rannsóknir og meðferð. Það eru krítisk fá gjörgæslurúm. Það er skortur á heilbrigðisstarfsfólki og þarf að reyna að nýta starfskrafta þeirra sem best.

    Það er búið að vara við því í 2 áratugi að það sé of lítil endurnýjun í heilsugæslunni og núna eru næstum 1/3 heilsugæslugæslulækna í Reykjavík um og yfir 60 ára og það eru stærri og stærrri svæði sem eru mönnuð af „afleysinga/flökkulæknum“ og læknanemum. Allt þetta er undir gunfána ríkisreksturs meðan þetta er td. einkavætt en greitt af ríkinu undir eftirliti í öðrum löndum td. Noregi og Bretlandi.

  • Anna Sigríður Guðmundsdóttir

    Gunnr. Takk fyrir þessar upplýsingar.

    Er þá búið að stilla öllum upp við vegg, með hótunum gagnvart heilbrigðisstarfsfólki og skattgreiðendum/neytendum, um að ef ekki verði af ófjármagnaðri byggingu, þá sé engin von um lækningar/ummönnun fyrir þá sem á að heilbrigðis-þjónusta?

    Hvernig getur það borgað sig fyrir margsvikna skatgreiðendur, starsfólk og sjúklinga, að láta undan þrýstingi siðleysis-stjórnunar?

    Hvar stoppar siðleysisþrýstingurinn í þessu ferli? Og hvar tekur siðferðisréttlætanleg heilbrigðismannúðin við?

    M.b.kv.

  • Anna Sigríður.

    Það er einugis hægt að benda á staðreyndir. Aldursamsetningu þjóðarnnar sem er að eldast og stórir árgangar að nálgast eftirlaunaaldur og tíðni sjúkdóma eftir aldri er ákaflega vel kartlagður þannig að það er hægt að reikna sig nokkurn vegin eftir þörfinni og það verður alltaf stærra og stærra bil á milli væntinga fólks og hvað hægt verður að bjóða í læknis- og ummönunarþjónustu. Óbreytt útgjöld eða lítil aukning mun í raun þýða gígantískan niðurskurð á þjónustinni.
    Í hruninu finnska var fólk sent heim af stofnunum til aðstandenda. Íslenskt velferðarkerfi hefur verið eitt það besta í heimi en verður ekki starfrækt á lánsfé. Íslendingar hafa tapað aragrúa vellaunaðra starfa eftrir hrun en þeir hafa fengið illa borguð störf í ferðamennsku. Sum þessara starfa vill fólk á Íslandi ekki sinna enda langur vinnutími á háannatímanum á sumrin fyrir til þess að gera lág laun og framlegð af ferðamennsku hefur verið lítil.
    Skattgreiðslur eru því að dragast saman auk þess mun aukinn aldur þjóðarinnar auk þess rýra tekjur samfélagsins.
    Það vantar heilbrigðisstarfsfólk um alla Evrópu og stór hluti þeirra þar á meðal læknar sækja sérmenntun sína erlendis og það er menntun sem íslenska ríkið ekki hefur viljað greiða fyrir enda kostuð af nágrannaþjóðum okkar og tekur 5-11 ár til viðbótar grunnnámi í læknisfræði. Það er lítið greitt fyrir menntun kennara, grunnskólakennara og heilbrigðisstarfsmanna.

    Klárlega þarf að spyrja sig hvað nota á opinbert fé til? Er það skynsamlegt að hafa margfalt stjórnkerfi í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík með fleirri bæjarstjórum og einum borgarstjóra, nefndum og ráðum?
    Er það skynsamlegt að hafa 2 flugvelli með 40km fjarlægð á höfuðborgarstæðinu? Það er í raun merkilegt þegar menn spyrða flugvöllinn við Landspítalann. Er það skynsamlegt að reka sjúkrahús í Heimaey með rétt innan við 4000 íbúa? Er það skynsamlegt að greiða næstum 20 miljarða í beinar niðurgreiðslur til landbúnaðar? Er það skynsamlegt að hafa 7 svokallaða háskóla og mennta lögfræðinga í 4 þeirra? Þetta og ótal aðrar spurningar þurfa íslenskir kjósendur og íslenskir stjórnmálamenn að gera upp við sig ef menn ákveða að eyða fé í einn málaflokk eru menn jafnframt að neita því að greiða í annan.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og átta? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur