Færslur fyrir nóvember, 2014

Fimmtudagur 27.11 2014 - 10:15

Spilling bak við leynd í Stjórnarráðinu?

[Þessi grein birtist fyrst í Kvennablaðinu í gær] Í tveimur greinum síðustu daga (hér og hér) hef ég sagt frá tilraunum mínum til að fá upplýsingar um á hvaða forsendum stjórn Rekstrarfélags stjórnarráðsins tók þá ákvörðun að segja upp sautján ræstingakonum, sem þrifið hafa hin ýmsu ráðuneyti í mörg ár, og bjóða verkið út. Eftir […]

Þriðjudagur 25.11 2014 - 10:15

Útvistun: Saumað að láglaunafólki

[Þessi grein birtist í Kvennablaðinu í gær] Talsvert hefur verið fjallað í fjölmiðlum síðustu daga um útvistun á ræstingum í opinberum stofnunum, eins og Landspítalanum og Stjórnarráðinu. Í gær skýrði ég hér frá tilraunum mínum til að fá upplýsingar um ástæðurnar að baki því að Rekstrarfélag Stjórnarráðsins sagði nýlega upp sautján ræstingakonum, í því skyni að […]

Mánudagur 24.11 2014 - 10:15

Að reka ræstingakonur

[Þessi grein birtist fyrst í Kvennablaðinu 23. nóvember] Fyrir nokkrum vikum sagði Rekstrarfélag stjórnarráðins upp sautján ræstingakonum sem starfað hafa í Stjórnarráðinu.  Rekstrarfélagið sér um ýmsan rekstur fyrir þau fimm ráðuneyti sem eiga aðild að því, en það eru fjármála-, mennta- og menningarmála-, innanríkis-, forsætis- og umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Eftirtaldir starfsmenn viðkomandi ráðuneyta skipa stjórn […]

Fimmtudagur 13.11 2014 - 10:15

Útlendingafordómar hjá Árna Páli, eða …?

[Þessi grein birtist fyrst í Kvennablaðinu í gær] Í ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar þann 1. nóvember síðastliðinn sagði formaður flokksins, Árni Páll Árnason, meðal annars þetta: „Íslendingar með meiri menntun flytja utan. Útlendingar með litla skólagöngu flytja til landsins.“ Ég sendi Árna Páli tölvupóst fyrir viku (og síðan tvær ítrekanir) og spurði hvað hann hefði […]

Miðvikudagur 12.11 2014 - 12:58

Hneyksli ef saksóknari áfrýjar ekki í lekamáli

Í dag féll dómur í lekamálinu, eftir að Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, játaði sök sína í gær. Mál þetta hefur staðið í tæpt ár, valdið gríðarlegum átökum í samfélaginu, rýrt verulega tiltrú almennings til stjórnsýslunnar, orðið til þess að ráðuneyti hefur verið skipt upp, tekið umtalsverðan tíma frá starfi Alþingis og kostað samfélagið tugi […]

Miðvikudagur 05.11 2014 - 10:15

Löggan má drepa þig. Þú mátt ekki vita af hverju.

Í gær fengu nokkrir þingmenn, þeir sem sitja í allsherjar- og menntamálanefnd, að skoða þær reglur sem lögreglan hefur sett um notkun sína á vopnum. Það hefur væntanlega verið lögreglan sjálf sem allra náðarsamlegast leyfði nokkrum manneskjum á þinginu, sem á að fara með æðsta vald þjóðarinnar, að berja augum þessar leynilegu reglur, með því […]

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur