Sunnudagur 23.08.2015 - 12:12 - 3 ummæli

Stórfelld áfengisvandamál Kópaskersbúa

[Þessi grein birtist fyrst í Kvennablaðinu í gær]

Eins og allir vita jókst heildaráfengisneysla gríðarlega þegar bjórinn var leyfður á Íslandi, auk þess sem stór hluti þjóðarinnar fór að drekka bjór í tíma og ótíma, meðal annars ótæpilega á vinnutíma. (Not). Eins og allir vita fór áfengisneysla algerlega úr böndunum þegar komið var á kjörbúðafyrirkomulagi í vínbúðum ÁTVR. (Sömu uppgötvun var reyndar búið að gera í Svíþjóð, þar sem templurum og öðru hreintrúarfólki tókst nokkrum árum lengur að sporna við þeim ófögnuði en sálufélögum þeirra á Íslandi). (Not). Eins og allir vita (a.m.k. í Svíþjóð; íslensku templurunum datt aldrei í hug að nota þessa „röksemdafærslu“) jókst heimilisofbeldi gríðarlega þegar farið var að hafa ríkið opið á laugardögum. (Not).

Eins og allir vita myndi það auka til muna alls konar hörmungar ef Íslendingar fengju að kaupa áfengi í matvöruverslunum. Enda hefur komið í ljós að á þeim stað þar sem þetta hefur verið prófað í tilraunaskyni, Kópaskeri, er meirihluti þorpsbúa nú kominn suður í meðferð, eða ætti að vera á leiðinni þangað. Og þorpið er rústir einar, sem um ráfa þessir örfáu hræður sem höfðu nægan viljastyrk til að keyra frekar í klukkutíma til Þórshafnar eða Húsavíkur, þar sem sala á matvælum og áfengi er enn aðskilin.

PS. Takk, Arnar, fyrir að benda á þessar hörmungar á Kópaskeri: http://blog.pressan.is/arnarsig/2015/08/21/vin-i-matvoruverslun/

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

 • Áfengi og áfengisneysla hefur fylgt mannkyninu lengi en það eru litlar líkur á að svo verði um framtíðarkynslóðir. Áfengi er á útleið en það mun taka þó nokkrar kynslóðir í viðbót áður en áfengi heyri sögunni til og verði tabú eins og tóbaksnotkun er að verða.

  Draumurin væri náttúrulega að í staðin kæmi vímugjafi sem hefði kosti áfengis en engan af ókostunum. Þangað til verður áfengi eitraðasti og mest heilsuspillandi vímugjafi sem kostur er á og engin ástæða til að halda honum á lofti.

  • Einar Steingrimsson

   Áfengi hefur marga frábæra kosti. Það gerir mann glaðan, auk þess sem neysla þess (í hófi) virðist hafa mikil jákvæð áhrif á lýðheilsu. Þess vegna eru engar líkur á að neysla þess muni nokkurn tíma hverfa, öfugt við tóbakið.

 • Einar Steingrimsson

  Mér skilst að sams konar „tilraun“ hafi verið í gangi mun lengur á Þórshöfn en Kópaskeri. Ekki man ég hins vegar eftir miklum fréttum af sérstökuj áfengisböli á Þórshöfn.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og átta? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur