Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Laugardagur 10.02 2018 - 10:15

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

[Birtist fyrst í Kvennablaðinu] Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að aka 47.644 km. Á bíl sem eyðir tíu lítrum á hundraðið að meðaltali er eldsneytiskostnaðurinn við slíka keyrslu um ein milljón. Eftir standa þá um 3,6 milljónir, sem væntanlega eiga að dekka annan kostnað við að […]

Sunnudagur 10.12 2017 - 10:15

Hversu algeng er kynferðisleg áreitni á vinnustöðum?

[Birtist fyrst í Kvennablaðinu] Síðustu vikur hafa opnast flóðgáttir þar sem út hafa streymt frásagnir kvenna, í þúsunda tali, um ýmiss konar áreitni af hálfu karla, frá tiltölulega saklausri en durtslegri framkomu yfir í nauðganir, og allt þar á milli. Svo virðist af þessu, og því er gjarnan haldið fram í þessu átaki, að alvarleg […]

Föstudagur 29.09 2017 - 10:15

Skikkanlegur leigumarkaður – raunhæf lausn á húsnæðisvandanum

[Þessi pistill birtist fyrst í Kvennablaðinu, en er örlítið breyttur hér] Ég býð mig fram í prófkjöri Pírata sem nú stendur yfir. Eitt af því sem ég vil sjá á næsta kjörtímabili er skikkanlegur leigumarkaður. Það hefur aldrei verið til skikkanlegur leigumarkaður á Íslandi; hann hefur lengst af byggst á húsnæði sem einstaklingar hafa átt en ekki […]

Miðvikudagur 27.09 2017 - 11:06

Hættum að misbeita Dyflinnarreglugerðinni og tökum hælisumsóknir til efnismeðferðar

Ég býð mig fram í prófkjöri Pírata sem nú stendur yfir. Eitt af því sem ég vil sjá á næsta kjörtímabili er að við hættum að misbeita Dyflinnarreglugerðinni og tökum hælisumsóknir til efnismeðferðar. Í nýju útlendingalögunum, sem haldið var fram að bættu stöðu hælisleitenda, er ákvæði um að yfirvöld skuli ekki taka til efnismeðferðar umsóknir um hæli […]

Þriðjudagur 26.09 2017 - 11:49

Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta

Ég býð mig fram í prófkjöri Pírata sem nú stendur yfir. Eitt af því sem ég vil sjá á næsta kjörtímabili er gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta en það er eitt mikilvægasta velferðarmálið. Góð heilbrigðisþjónusta er grunnþörf sem við ættum að tryggja öllum borgurum, og það mega ekki vera hvatar í því kerfi sem letja fólk til að sækja sér […]

Sunnudagur 24.09 2017 - 16:35

Hvað ættum við að gera á næsta kjörtímabili?

[Birtist fyrst í Kvennablaðinu] Það verða kosningar eftir fimm vikur, og með smá heppni verður næsta kjörtímabil fjögur ár eða svo. Þær áherslur sem ég vil sjá á því kjörtímabili eru í stuttu máli þessar: Samþykkjum nýju stjórnarskrána Ríkið komi upp skikkanlegum leigumarkaði Heilbrigðisþjónusta og lyf verði gjaldfrjáls Eflum sveigjanleika og frelsi í skólakerfinu Stöndum […]

Fimmtudagur 22.06 2017 - 10:15

Þegar lögreglan drap mann, að ástæðulausu

[Birtist fyrst í Kvennablaðinu] Í umræðum síðustu daga um vopnaburð lögreglu hafa margir spurt þá sem gagnrýna hann hvort þeir „treysti ekki lögreglunni“. Það er ekki alveg heiðarleg spurning í ljósi þeirrar staðreyndar að vopnuð lögregla um allan heim er alltaf að gera þau mistök að skjóta saklaust fólk, og nákvæmlega ekkert bendir til að […]

Mánudagur 12.06 2017 - 10:15

Að hvítþvo fúskið — opið bréf til forseta

[Birtist fyrst í Kvennablaðinu] Sæll Guðni Það voru mikil vonbrigði að sjá rökstuðning þinn fyrir ákvörðuninni um að staðfesta skipun dómaranna í Landsrétt. Ég átti alveg eins von á að einhverjir lögspekingar hefðu bent þér á leið til að réttlæta þetta sem öðrum hefði yfirsést. En það sem þú segir í yfirlýsingu þinni er furðuleg samsuða […]

Fimmtudagur 13.04 2017 - 10:15

Sovésk lög um jafnlaunavottun

[Birtist fyrst í Kvennablaðinu] Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra lagði nýlega fram frumvarp til laga sem myndi skylda öll fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri til að undirgangast jafnlaunavottun á þriggja ára fresti, en hún á að tryggja að starfsmenn fái sömu laun fyrir sambærileg störf. Frumvarpið gerir þá kröfu til fyrirtækja að þau fái slíka vottun, […]

Mánudagur 20.03 2017 - 11:26

Það er einfalt mál að leysa húsnæðisvandann

[Birtist fyrst í Kvennablaðinu] Nýlega undirritaði Dagur borgarstjóri samning um byggingu 332 íbúða á Gelgjutanga í Reykjavík. Markmiðið er væntanlega að létta svolítið þann gríðarlega þrýsting sem er á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Það er góðra gjalda vert, og kannski algert aukaatriði þótt það sé kaldhæðnislegt, að eigandi fyrirtækisins sem samið var við, og sem væntanlega […]

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur