Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 04.12 2012 - 21:09

Kynjagleraugu, með brotið á báðum

Nýlega kom út skýrsla stýrihóps hjá Reykjavíkurborg um Kynjaða fjárhags- og áætlunargerð.  Hér að neðan rek ég nokkur dæmi úr þessari skýrslu, og geri svolitlar athugasemdir til skýringa. Það er lítil ástæða til að ræða þetta mikið, því geggjunin er svo augljós.  Eina spurningin sem ástæða er til að spyrja er hvort Reykjavíkurborg muni fljótlega […]

Mánudagur 26.11 2012 - 23:54

Gleymið fjármagn

Í þessari frétt er talað um að hjúkrunarheimilið Eir þurfi „þolinmótt“ fjármagn til að brjótast út úr þeirri kreppu sem misvitrir stjórnendur virðast hafa komið stofnuninni í.  Það virðist hins vegar hafa gilt um þessa stjórnendur, og marga aðra sem vélað hafa með fé almennings og annars saklauss fólks í Íslandi síðustu árin, að þeir […]

Sunnudagur 04.11 2012 - 21:01

Rekum frétta- og útvarpsstjóra RÚV

Á beinni línu DV í dag spurði ég Pál Magnússon útvarpsstjóra RÚV um fréttaflutning þess af fellibylnum Sandy og afleiðingum hans.  Þetta voru spurningar mínar og svör hans: RÚV sagði tugi frétta af fellibylnum Sandy, en þær voru nánast einskorðaðar við Bandaríkin, þótt ýmis lönd í Karíbahafi hafi orðið fyrir gríðarlegu manntjóni og skemmdum lika. […]

Fimmtudagur 01.11 2012 - 15:24

Sjálfsfróun, samkynhneigð, klám

Fyrir hundrað árum var sjálfsfróun af mörgum talin afar skaðleg, bæði líkamlegri heilsu og andlegri, sem og siðferði samfélagsins.  Þeir sem slíkt stunduðu voru harðlega fordæmdir, ekki síst ungt fólk, sem hafði ekki þá reynslu lífsins sem gerir fólki auðveldara að láta slíkt sem vind um eyru þjóta, eða láta það að minnsta kosti ekki […]

Þriðjudagur 30.10 2012 - 20:54

RÚV auglýsir ráðgjafa Enrons, ókeypis

Í kvöldfréttum RÚV var langur kafli um skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið McKinsey hefur skrifað um íslenskt efnahagslíf.  Þar er ýmsu haldið fram, bæði hlutum sem lengi hafa verið vitaðir og eru varla fréttaefni (Íslendingar vinna langan vinnudag og framleiðnin er lítil á vinnustund), og öðru sem vonlaust er að spá fyrir um arðsemina á, eins og […]

Sunnudagur 28.10 2012 - 14:24

María vann, en hvað um alla hina?

Í síðustu viku féll dómur í máli Maríu Jónsdóttur gegn Landsbankanum (og um það var fjallað í Silfri Egils í dag).  Í stuttu máli hafði bankinn ekki staðið við það sem hann hafði lofað þegar María seldi fasteign og keypti aðra.  Dómurinn er langur og ítarlegur, en þar stendur meðal annars þetta: „Það er mat […]

Fimmtudagur 25.10 2012 - 10:36

Skúli Helgason, klám og heiðarleiki

Í pistli í síðustu viku greindi ég frá póstskiptum mínum við Skúla Helgason alþingismann.  Í kjölfarið var lesið upp úr  pistlinum í útvarpsþættinum Harmageddon, sem leiddi til þess að Skúli fór fram á að fá að koma í þáttinn, og þar vorum við báðir næsta dag.  (Svolítill útdráttur úr þættinum og tengill á hann  koma […]

Sunnudagur 21.10 2012 - 01:45

Opið bréf til Páls RÚVstjóra

Kæri Páll Svona leit dagskrá RÚV út daginn sem einhver mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðslan í sögu landsins fór fram: http://dagskra.ruv.is/dagskra/2012/10/20/ Nú þarf einhver að segja af sér á RÚV vegna hneykslisins.  Því miður er ekki hægt að reka dagskrárstjórann, því hún hljóp út í fússi fyrir tveim vikum.  Þá verður næsti yfirmaður hennar að segja af sér, sem ég held að sé þú, sorrí … Bæbæ, E […]

Föstudagur 19.10 2012 - 10:41

Capcent, ríkiskirkjan og RÚV

Hér að neðan eru póstskipti mín víð Fréttastofu RÚV um tvennt:  Annars vegar að RÚV hefur ekki kynnt neinar skoðanakannanir vegna atkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrármálið.  Svo virðist sem það sé fyrirtæki úti í bæ sem ákveður um hvaða mál slíkar kannanir birtast í RÚV.  Hins vegar furðaði ég mig á að Spegillinn skyldi, í síðustu viku, […]

Fimmtudagur 18.10 2012 - 12:27

Klámstjarnan Gail, Guðbjartur og Skúli

Það er unnið að því hörðum höndum þessa dagana að auka til muna stríðsreksturinn í „stríðinu við klámið“.  Helstu fréttir síðustu daga hafa verið af klámráðstefnu  sem haldin var af  velferðar- , innanríkis- og menntamálaráðuneytinu.  Aðalstjarnan á ráðstefnunni var Gail Dines, sem kynnt er sem fræðimaður (sem virðast miklar ýkur, ef ekki hreinn þvættingur, sjá […]

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur