Sunnudagur 09.12.2012 - 13:20 - FB ummæli ()

Það er búið að kjósa

Á Alþingi er verið að þæfa afgreiðslu stjórnarskrárfrumvarpsins. Í þeirri ósvinnu leggja einstaklingar úr svokölluðu „fræðasamfélagi“ sín lóð á vogarskálarnar til þess að koma í veg fyrir að vilji landsmanna í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október sl. verði virtur.

Í allri umræðu framangreindra aðila gegn afgreiðslu stjórnarskrárfrumvarpsins örlar ekki á nokkurri efnislegri gagnrýni.  Það sem er dregið fram í umræðuna er eitthvert tal um að; ferlið hefði þurfi að vanda frekar, ekki megi hraða ferlinu, sett út á vinnubrögð og jafnvel er því haldið fram að þjóðin hafi haft takmarkaða aðkomu að gerð frumvarpsins!

Síðan er því jafnvel haldið fram að ekkert kalli á stjórnkerfisbreytingu, en það virðist algerlega vera fallið úr minni þeirra þingmanna og „fræðinga“ sem um ræðir, að hér hafi orðið hrun sem hefur ekki enn verið gert upp.

Málið  er að það er búið að kjósa um stjórnarskrárfrumvarpið og þá niðurstöðu ber Alþingi að virða.  Í sjálfu sér er það æði undarlegt að stjórnmálaflokkar sem hafa um áratugaskeið kennt sig við lýðræðið skuli telja sig umkomna að fara gegn skýrum vilja þjóðarinnar.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur