Fimmtudagur 17.01.2013 - 00:55 - FB ummæli ()

Karl Vignir og Davíð Oddsson

Eftir hrun var loks gengist við því að sjávarútvegurinn væri undirstöðuatvinnugrein landsmanna. Á árunum fyrir  hrun reyndu stjórnmálamenn á borð við  Steingrím J. Sigfússon að draga úr vægi sjávarútvegarins og eyða þar með umræðu um nauðsynlegar breytingar á stjórn fiskveiða.

Eftir hrun syngja  afturhaldsöflin í fjórflokknum öll sem ein undir stjórn Ingva Hrafns Jónssonar á ÍNN, um  að ekki megi breyta í nokkru stjórn fiskveiða, enda er því haldið fram að Íslendingar séu bestir í heimi í því að byggja upp fiskistofna, veiða og vinna fisk.

Hinar köldu staðreyndir eru því miður þær að markaðsstarfi hefur hnignað, flotinn er orðinn gamall, en hann er að stofni til sá sami og var  hér við veiðar fyrir þremur áratugum.  Efast má um að nokkur atvinnugrein í landinu noti jafngömul atvinnutæki og sjávarútvegurinn, að minnsta kosti er ekki algengt að sjá fertugar dráttarvélar á fullri ferð í Skagafirði.

Ef skoðaður er árangur af stjórn kvótakerfisins við að auka afla og verðmætasköpun þjóðarinnar þá blasir það við hvaða heilvita manni sem á annað borð getur lesið í einfaldar tölur að kvótakerfið hefur í raun reynst skelfileg martröð.  Hér að neðan eru aflatölur á Íslandsmiðum einu ári áður en kvótakerfið var tekið upp og síðan árið 2011.  Ef meðaltal þorskafla á áratugunum á undan hefð  i verið borinn saman við aflann árið 2011 hefði samanburðurinn orðið enn meira sláandi og undirstrikað enn frekar hversu misheppnuð fiskveiðistjórnunin hefur reynst.

 ár Þorskur Ýsa Ufsi  samtals
1983 300.056 65.943 58.266
2011 182.034 51.299 50.487
mismunur í tonnum 118.022 14.644 7.779 140.445

Ef við gefum okkur að útflutningsverðmæti þessara þriggja fisktegunda sé um 700 kr/kg, þá er ljóst að ef að þjóðin veiddi sambærilegt magn af umræddum 3 fisktegundum þá væru það aukin útflutningsverðmæti upp á 100 milljarða króna eða svipaða upphæð og Bjarni Ben vill fá fyrir þriðjungs hlut í Landsvirkjun.

Hætt er við því að ekki fáist gagnrýnin umræða um það sem raunverulega getur orðið þjóðinni til hjálpar út úr hruninu heldur fari það sem eftir lifir vikunnar í blaður í Davíð á ÍNN eins og sú síðasta fór í ógæfumanninn Karl Vigni, en sjáum samt til fólk hlýtur að fara að vakna og þögguninni um fiskveiðistjórnunarvandamálin, eins og önnur viðkvæm mál, fari að linna.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur