Þorrablót Frjálslynda flokksins verður haldið laugardagskvöldið 26. janúar nk. og daginn eftir eða sunnudaginn 27. janúar verður landsþing Frjálslynda flokksins sett kl. 13 að Brautarholti 4 í Reykjavík.
Sérstakur heiðursgestur á blótinu verðu Kjartan Halldórsson, sægreifi en hann mun taka sér tveggja stunda frí frá legu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi til þess að taka þátt í gleðinni. Félagar og gestir skrá sig á blótið með því að senda tölvupóst á sigurjon@sigurjon.is .
Dagskrá landsþings:
Kosning fundarstjóra, fundarritara og annarra starfsmanna.
Skýrsla framkvæmdastjórnar. Grein gerð fyrir reikningum flokksins.
Skipan í málefnanefndir.
Kosningar í embætti.
Umræður um nefndarálit.
Stjórnmálaályktun.
Alþingiskosningar 2013.
Önnur mál.