Þriðjudagur 29.01.2013 - 00:08 - FB ummæli ()

Troðið ofan í kokið

Almenningur hefur fengið að reyna þann sára sannleika að ráðandi öfl hafa tekið afstöðu gegn þjóðarheill. Á það jafnt við um stærstu stjórnmálaflokka landsins, Samtök atvinnulífsins, ASÍ og kjaftaskana í háskólunum, sem birtast jafnan í stóru fjölmiðlunum. Allir þessir aðilar hafa staðið þétt saman gegn hagsmunum almennings í ICESAVEmálinu, gengislánamálinu, kvótakerfinu og hinni séríslensku verðtryggingu.

Í ICESAVEmálinu reyndu fyrrgreindir aðilar að sverta málstað Íslands á erlendum vettvangi og troða málinu margoft ofan í kokið á landsmönnum.

Í gengislánamálinu töpuðu þessi ráðandi öfl en stjórnvöld reyndu engu að síður að snúa út úr dómum Hæstaréttar með afturvirkum Árnapálslögum.

Helsta vörn almennings hefur verið opin hlustendalína á Útvarpi Sögu, mótmæli og síðan dómstólar auk þess sem nokkrir þingmenn Hreyfingar hafa sýnt þann kjark að tala máli almennings á Alþingi. Ráðandi öfl hafa ítrekað reynt að þrýsta á niðurstöður dómstóla og hunsað niðurstöður þeirra og þannig gert atlögu að réttarríkinu. Það er til dæmis ekki ennþá farið eftir endurútreikningum á gengislánum, sem miðast við dóm sem féll fyrir tæpu ári síðan.

Á sama tíma og það var verið að reyna að þvinga Icesave-„samninga“ upp á þjóðina rembdist ríkisstjórnin við að veita eigendum og helstu höfuðpaurum í ICESAVEmálinu skattaafslátt umfram aðra og veita útrásarliðinu vildarkjör á íslensku krónunni kæmu þeir til baka með eitthvað af ránsfengnum.

Hér varð nefnilega ekki bara hrun heldur rán.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur