Þriðjudagur 29.01.2013 - 23:52 - FB ummæli ()

Gutti tvöfaldur

Guðbjartur Hannesson formannsframbjóðandi og velferðarráðherra beitti vafasömum aðferðum í slagnum við Árna Pál um formennsku í Samfylkingunni. Á meðan á kosning stóð nýtti hann sér stöðuna í deilu hjúkrunarfræðinga, reyndar deilu sem hann bjó til sjálfur þegar hann samdi við forstjóra LSH um launahækkun, sem engin fordæmi eru fyrir. Til þess að slá á deiluna og sjálfan sig til riddara þá gróf hann upp skýrslu sem sýndi fram á gríðarlegan launamun á milli háskólamenntaðra starfsmanna hjá ríkinu og mikið lægri laun hjá starfsfólki heilbrigðisstofnana en annarra ríkisstofnana. Hann taldi skýrsluna vera viðurkenningu á því að bæta þyrfti kjör í þeim stéttum þar sem konur eru í miklum meirihluta.

Guðbjartur þóttist hafa áhyggjur af stöðunni og taldi að um alvarlegt mál væri að ræða sem þyrfti að leysa og gaf það sömuleiðis í skyn í ræðustól á Alþingi að ríkið myndi koma til móts við hjúkrunarfræðinga.

Ráðherrann fundaði með hjúkrunarfræðingum og staðfesti forstjóri LSH að hann hefði fengið leyfi til að semja við hjúkrunarfræðinga, en jafnframt að það myndi kosta hundruð milljóna á ári.

Í sömu mund og póstkosningu til formanns í blessaðri Samfylkingunni lauk í gærkveldi dró svo til tíðinda þegar viðræðunum við hjúkrunarfræðinga var slitið.

Það er næsta víst að „sáttasemjarinn“ Guðbjartur mun setja af stað annað leikrit þegar nær dregur að því að uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur