Þriðjudagur 19.02.2013 - 11:56 - FB ummæli ()

Hvers vegna hætti Þorvaldur Gylfason

Þorvaldur Gylfason, nýskipaður vaktstjóri Lýðræðisvaktarinnar, var til skamms tíma viðloðandi Dögun.  Vaktstjórinn ferðaðist um landið Þvert og endilangt og boðaði m.a. nýja stjórnarskrá.

Greinilegt var að eitt og annað stóð í vaktstjóranum, sem snéri að stefnu Dögunar og varðaði það m.a. róttækar breytingar á stjórn fiskveiða, en fyrst og fremst gat Þorvaldur Gylfason ekki sætt sig við skýran texta í kjarnastefnu Dögunar um afnám verðtryggingarinnar!

Vatkstjórinn setti það sem skilyrði á fjölmörgum fundum, fyrir formlegri aðilda að Dögun, að hann fengi einn að endurskrifa kjarnastefnu Dögunar eftir sínu höfði.  Breytingarnar fólu í sér að viðhalda sjálfvirkri hækkun á fjárskuldbindingum landsmanna.

Viðmiðum verðtryggingar Þorvaldar Gylfasonar átti hins vegar að breyta lítillega frá núverandi skipan og miða ýmist við neysluverðs- eða launavísitölu.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur