Þorvaldur Gylfason, nýskipaður vaktstjóri Lýðræðisvaktarinnar, var til skamms tíma viðloðandi Dögun. Vaktstjórinn ferðaðist um landið Þvert og endilangt og boðaði m.a. nýja stjórnarskrá.
Greinilegt var að eitt og annað stóð í vaktstjóranum, sem snéri að stefnu Dögunar og varðaði það m.a. róttækar breytingar á stjórn fiskveiða, en fyrst og fremst gat Þorvaldur Gylfason ekki sætt sig við skýran texta í kjarnastefnu Dögunar um afnám verðtryggingarinnar!
Vatkstjórinn setti það sem skilyrði á fjölmörgum fundum, fyrir formlegri aðilda að Dögun, að hann fengi einn að endurskrifa kjarnastefnu Dögunar eftir sínu höfði. Breytingarnar fólu í sér að viðhalda sjálfvirkri hækkun á fjárskuldbindingum landsmanna.
Viðmiðum verðtryggingar Þorvaldar Gylfasonar átti hins vegar að breyta lítillega frá núverandi skipan og miða ýmist við neysluverðs- eða launavísitölu.