Miðvikudagur 20.02.2013 - 21:25 - FB ummæli ()

Verðtryggingarvitleysan

Þegar illa árar er eðlilegt að verðmæti tapist, en að sama skapi má búast við að vel græðist þegar vel árar.

Það er eðlilegt að þeir sem festa fé  í verðmætum geti átt það á hættu að tapa fjármunum – peningar eru ekkert annað en ávísanir á verðmæti, sem eðlilegt er að rýrni í kreppu og slæmu árferði. Eina leiðin til þess að auka raunverulegt verðmæti þessara ávísanna er að auka verðmætaframleiðslu í landinu.

Verðtryggingin er leið til þess að peningar haldi „verðgildi“ sínu, þrátt fyrir að verðmætin séu að dragast saman í samfélaginu. Verðtryggingin er kerfi sem eykur á ójafnvægi í hagkerfinu og kemur í veg fyrir að verðbólgan nái að rýra verðmæti peninga sem ekki er innistæða fyrir.

Það er ljóst að með áframhaldandi verðtryggingu, verður þeirri stefnu viðhaldið að þeir sem eiga raunveruleg verðmæti munu missa þau yfir til þeirra sem eiga verðtryggt fjármagn, sem lánað er út á vöxtum ofan á verðtrygginguna. Frá hruni hafa afleiðingar verðtryggingarinnar komið fram með skýrum hætti. Ef einhver átti iðnaðarhúsnæði sem kostaði 100 milljónir á árinu 2008 þá mátti eigandinn þakka fyrir að geta fengið fyrir það 80 milljónir króna ári síðar, en ef viðkomandi átti 100 milljónir inni á bankareikningi þá gat hann leyst út 125 milljónir ári síðar, sem þar að auki voru á ábyrgð ríkisins. Mér er óskiljanlegt að; BF og sennilega Lýðræðisvaktin auk fjórflokksins að undanskildum Framsóknarflokknum, ætli að halda áfram með verðtrygginguna.

Allir framangreindir flokkar eru sömuleiðis sammála um að halda áfram með hið meingallaða kvótakerfi – Eini munurinn á stefnu flokkanna er hversu mikið á að skattleggja greinina.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur