Fimmtudagur 21.02.2013 - 21:51 - FB ummæli ()

Hvers vegna vill xD selja útlendingum Landsvirkjun?

Í drögum að ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins kemur fram:

Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að stjórnvöld hindri ekki fjárfestingu innlendra og erlendra einkaaðila í orkuverum, hvorki í formi lánsfjár né hlutafjár, telji fjárfestar slíkar  framkvæmdir vera arðbærar. Skoða skal með opnum huga að skrá á hlutabréfamarkað hluta hlutabréfa Landsvirkjunar (svokölluð norsk leið).

Ómögulegt er á átta sig á því hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn vill  selja einokunarfyrirtækið en það mun örugglega leiða til stórhækkaðs orkuverðs fyrir fyrirtæki og almenning.  Mögulega er einungis um kalt mat formannsins að ræða rétt eins og í Icesave-málinu.

Eitt er víst að Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar mun ekki þvælast neitt fyrir sölumönnunum í Sjálfstæðisflokknum enda hefur hann horft mjög til sölu Landsvirkjunar.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur