Laugardagur 23.02.2013 - 22:29 - FB ummæli ()

Ku Klux Klan og ESB

Seint verð ég talinn til aðdáenda ESB aðildar Íslands og markast það meðal annars af smásmugulegri reglugerðavæðingu sambandsins um allt sem mönnum dettur í hug sem og það sem menn gætu vart ímyndað sér að nokkrum manni gæti dottið í hug.

Einnig tel ég að reglugerðasetning sambandsins sé gerð út frá öðru sjónarhorni en við höfum hér á 65°N. Mér hefur þó aldrei dottið í hug, líkt og landsfundarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, að flokka samtökin með hættulegum glæpasamtökum, sem vísa þarf úr landi líkt og gert var við norsku Vítisenglana um árið og eflaust fengju Ku Klux Klan sömu meðferð ef þér létu sjá sig í Keflavík.

Erfitt er að fá botn í það hvað rekur Sjálfstæðisflokkinn áfram í þeirri vegferð að vilja losna við Evrópustofu af landinu.

Ef skoðuð eru skrif formanns Sjálfstæðisflokksins á sl. árum, má sjá að hann er miklum mun hliðhollari aðild Íslands að sambandinu heldur en ég. Mögulega er hann að reyna að sverja þau skrifa af sér eða þá að hann er í örvæntingarfullri pissukeppni við formann Framsóknarflokksins um það hvor þeirra nái lengra í að þykjast vera meiri andstæðingur ESB.

Svo er það öllum ljóst að þegar stefnan er að breyta engu frá því fyrir hrun og málefnaþurrðin hrjáir flokkinn, fyrir utan að ætla að selja Landsvirkjun, þá er reynt að sameina lýðinn um einn sameiginlegan óvin – Evrópusambandið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur