Ólína Þorvarðardóttir skrifaði afar furðulegan pistil á Eyjuna í dag þar sem hún gefur vægast sagt undarlega mynd af nefndastarfi Alþingis, þar sem störukeppni virðist hafa spilað stórt hlutverk.
Bullið í pistli Ólínu er að því leyti upplýsandi að það afhjúpar algerlega að Ólína hefur hvorki hugmynd um gildissvið núverandi laga um stjórn fiskveiða, né það frumvarp sem hún rembist við að koma í gegnum þingið.
Samkvæmt núgildandi lögum er veiðirétturinn einungis veittur til eins árs í senn og má þess vegna taka tegundir út úr kvótakerfinu eins og dæmin sanna að gert hefur verið. Sömuleiðis heldur hún því fram að með samþykkt frumvarpsins komist þriðjungur aflaheimilda á uppboðsmarkað, en það er af og frá. Í fyrstu verður það einungis 5% af aflaheimildum og með því að, eins og meiningin er með frumvarpinu, skerða byggðakvóta og óraunhæfum væntingum um aflaaukningu, þá verða að lokum í pottinum um 10% aflaheimilda, þ.e.a.s. miðað við núverandi stjórnun.
Þessi málflutningur Ólínu og frumvarpið í heild sinni er í engu samræmi við það sem hún boðaði fyrir síðustu kosningar.
Ólínu þarf að skipta út af þingi.