Sunnudagur 03.03.2013 - 23:48 - FB ummæli ()

Stefnuskrá fjórflokksins

Nú er ljóst að heitasta ósk allra leiðtoga fjórflokksins er að rætast. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um bætta stjórnarhætti er komið í ljós að ný stjórnarskrá var andvana fædd. Augljóst er að aldrei  var neinn vilji hjá neinum formanni fjórflokkanna að fá nýja stjórnarskrá. Allt ferlið var meira og minna einn leikaraskapur rétt eins og önnur kosningaloforð fjórflokksins í gegnum tíðina.

Hin hreina og tæra vinstristjórn, sem bjó til miklar væntingar í kringum sig, reisti skjaldborg í kringum bankana og stefnir nú á, í stað raunverulegra breytinga og endurskoðunar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, að festa kerfið nær óbreytt í sessi næstu tvo áratugina.

Sjálfstæðisflokkurinn vill færa landið í einu og öllu aftur til stjórnarháttanna árið 2007 og selja Landsvirkjun og í sannleika sagt þá er ekki hægt að líta framhjá því að gamli S-hópur Halldórs Ásgrímssonar ræður ennþá öllu sem hann vill ráða innan „nýja“ Framsóknarflokksins.

Kjósendur ættu í ljósi reynslunnar að varast kosningaloforð fjórflokksins.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur