Það má segja að dauðir hafi lifnað við þegar litið er á fréttir BBC , sem sýna gríðarlega góða veiði úr þorskstofninum í Norðursjónum, sem sagður var nær útdauður af reiknisfiskifræðingum ESB.
Daufir íslenskir fjölmiðlar virðast ekki vilja heyra tíðindin, en þeir voru hins vegar fljótir að flytja „fréttir“ frá einhverjum fræðingnum sem hafði reiknað það út að það væri færri en 100 eldri þorska að finna í öllum Norðursjónum!
Augljóst er á frétt BBC að þessir fáu þorskar virðast allir hafa lent í netum Peter Bruce skipstjóra og sömuleiðis hafa bæst í hópinn þó nokkrir fiskar sem risið hafa upp frá dauðum.