Í morgun vaknaði ég við suðið í Villa Egils á Bylgjunni, sem mælti mjög fyrir verðtryggingunni og lífeyrissjóðakerfinu sínu. Að hans mati ber engan skugga á kerfið og engu þarf að breyta, nema þá helst að auka greiðslur í sjóðina úr 12% í 15,5%.
Staðreyndin er sú að flatur launaskattur, þ.e. tryggingagjaldið, er um 8% af öllum launagreiðslum. Tekjuskatturinn er um 40% og núna vilja ASÍ og SA taka enn stærri skerf, eða 15,5% af heildarlaunum í lífeyrissjóð. Þegar síðan bætast við síhækkandi álögur og afborganir af verðtryggðum lánum er nánast ekkert eftir í vasa launþega.
Ef fram heldur sem horfir, að sovétlífeyrissjóðakerfið, sem ráðstafar fjármagni lífeyrissjóðanna til útvalinna fyrirtækja, þá verður næsta skref að úthluta matarmiðum til lýðsins í útvöldum verslunum staðreynd. Nú er að sjá hvort að nýr formaður SA, Björgólfur Jóhannsson, muni snúa frá þeirri stefnu, sem framkvæmdastjórinn hefur markað, eða halda áfram vegferðinni að sovétlífeyrissjóðakerfi á Íslandi.