Fimmtudagur 14.03.2013 - 21:46 - FB ummæli ()

Samfylkingska Magnúsar Orra

Kjaftæðið í þingmönnum Samfylkingarinnar virðist ekki eiga sér nein takmörk. Formaður þingflokks Samfylkingarinnar, Magnús Orri Schram, gat ekki á heilum sér tekið í kvöldfréttum RÚV yfir því að mál, sem hann hefur þóst vilja ná í gegn, yrði sett á dagskrá. Þá hét það að málið væri sett í fullkomið uppnám og Samfylkingin vildi reyna að þjóðarvilji næði fram að ganga. Þá vill hann standa uppi með plagg sem fær góða umræðu á Alþingi.

Skjaldborg Samfylkingarinnar um heimilin snerist upp í að verða skjaldborg um verðtryggingu og óbreytt fjármálakerfi. Boðuð breyting á kvótakerfinu varð, eftir fjögurra ára meðgöngu Samfylkingarinnar, að tillögu um að festa kerfið í sessi næstu tvo áratugina.

Það er engin leið að átta sig á merkingu Samfylkingskunnar, sem forystumenn flokksins tala. Skilningur þeirra virðist vera mótsagnakenndur og ruglandi.

Það er hneyksli að þjóðinni skuli vera boðið athugasemdalítið upp á jafn þversagnakenndan málflutning.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur