Kosningaúrslitin eru skýr og fátt eitt stendur í veginum fyrir því að forystumenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks myndi stjórn. Það er þá helst að ágreiningur gæti orðið um hver eigi að sitja í forsæti stjórnarinnar, en fordæmi eru fyrir því að menn geti skipst á.
Margir kjósendur Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks búast við betri tíð sem mun færa þeim: stórtækar skattalækkanir, skuldaniðurfellingu, gríðarlega uppbyggingu heilbrigðisþjónustu og löggæslu, afnám verðtryggingar og vegagerð svo fátt eitt sé nefnt. Sumir þeirra, sem hafa bundið miklar vonir við nýja stjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks s.s. Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi, eru þegar farnir að ganga hart á eftir því að loforðin verði efnd, degi eftir kosningar.
Ef að það dregst að afhenda sumargjafirnar fram á næsta vetur, er hætt við því að það fari að harðna ískyggilega á dalnum hjá helmingaskiptaflokkunum.