Miðvikudagur 22.05.2013 - 13:53 - FB ummæli ()

Heimilin í nefnd og til skoðunar

Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er fátt sem hönd á festir og er hann harla loðinn.  Stjórnarsáttmálinn, sem innblásinn er af ágætum þjóðræknum gildum, tekur jafnvel ekki af öll tvímæli um hvert skuli stefna  í Evrópumálum. Viðræðum er ekki slitið heldur er gert hlé á þeim þar til þjóðin hefur sagt sína skoðun á ferlinu.  Það sama á við um skuldamál heimila – þau eru sett í nefnd til skoðunar.  Fyrir utan þann mikla hvalreka sem mun koma strax í hlut heimilanna við uppgjör bankanna, en gefið er í skyn að hann verði heldur meiri búhnykkur en uppgjör Samvinnutrygginga hér um árið.

Sérfræðinefnd um afnám verðtryggingar af neytendalánum og endurskipulagningu
húsnæðislánamarkaðarins verður skipuð á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar og mun skila af sér fyrir
næstu áramót.

Helsta nýmælið sem kveðið er skýrt á um í sáttmálanum er að það eigi að afnema lágmarksútsvar sveitarfélaga. Það mun aftur á móti gagnast mjög fáum heimilum miðað við fjárhagsstöðu sveitarfélaga vítt og breitt um landið.  Það er þó helst að von sé til þess í Hvalfjarðarsveit og mögulega í Garðabæ og á Seltjarnarnesi.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur