Miðvikudagur 04.09.2013 - 01:49 - FB ummæli ()

Urðu gjaldeyrishöftin Thule að falli?

Hún er fyrir ýmsa sakir umhugsunarverð umfjöllun Helga Seljan í Kastljósinu um fjárfestingar fjölmargra lífeyrissjóða á Tortola í gegnum Thule Investments. Þær spurningar sem vakna eru m.a. hvort að launþegar sem hafa verið hingað til skyldugir til að greiða inn í lífeyrissjóðina eigi eftir að fá fleiri  fréttir af fjárfestingarævintýrum með ævisparnaðinn á Tortúla?

Sömuleiðis er vert að velta þeirri spurningu upp að ef ekki hefði komið til gjaldeyrishafta hefði starfsemi Thule Investments og allra hinna skúffufyrirtækjanna  í útlöndum haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist eftir hrun. Spurningin er hvort að gjaldeyrishöftin hafi ekki einfaldlega komið í veg fyrir að það hefði verið mögulegt að halda áfram að reyna að blása lífi í dauðvona útgerð í gegnum Framtakssjóð lífeyrissjóðanna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur