Hún er fyrir ýmsa sakir umhugsunarverð umfjöllun Helga Seljan í Kastljósinu um fjárfestingar fjölmargra lífeyrissjóða á Tortola í gegnum Thule Investments. Þær spurningar sem vakna eru m.a. hvort að launþegar sem hafa verið hingað til skyldugir til að greiða inn í lífeyrissjóðina eigi eftir að fá fleiri fréttir af fjárfestingarævintýrum með ævisparnaðinn á Tortúla?
Sömuleiðis er vert að velta þeirri spurningu upp að ef ekki hefði komið til gjaldeyrishafta hefði starfsemi Thule Investments og allra hinna skúffufyrirtækjanna í útlöndum haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist eftir hrun. Spurningin er hvort að gjaldeyrishöftin hafi ekki einfaldlega komið í veg fyrir að það hefði verið mögulegt að halda áfram að reyna að blása lífi í dauðvona útgerð í gegnum Framtakssjóð lífeyrissjóðanna.