Mánudagur 09.09.2013 - 23:53 - FB ummæli ()

Dauðasveitin breyttist í björgunarsveit

Formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar gaf frá sér óvænta yfirlýsingu í kvöld. Í henni kom fram að vinna hópsins gangi alls ekki út á  að koma fram með beinar niðurskurðartillögur, sem nýst gætu við fjárlagagerðina, heldur miklu frekar út á að auka framleiðni og að gera eina krónu að tveimur.

Þorri landsmanna hefur staðið í þeirri trú að hlutverk hópsins sé að koma fram með niðurskurðartillögur og fékk hópurinn, sem saman stendur af  Vigdísi Hauksdóttur, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Unni Brá Konráðsdóttur og formanninum Ásmundi Einari Daðasyni, á sig það hræðilega viðurnefni dauðasveitin.  Með yfirlýsingu formanns Ásmundar Einars um breytt hlutverk hópsins, sem gengur að vísu gegn málflutningi Guðlaugs Þórs um blóðugan niðurskurð, þá virðist sem að dauðasveitin hafi skyndilega breyst í björgunarsveit.

Nú verður fróðlegt að fylgjast með tillögum björgunarsveitarinnar, sem hlýtur að leggja það til að allur fiskur fari á markað til þess að tryggja það að sá sem getur gert hvað mest verðmæti úr hráefninu fái það til vinnslu.  Sömuleiðis hlýtur björgunarsveitin að kalla til Jón Kristjánsson fiskifræðing, sem rökstutt hefur rækilega að skynsamlegt sé að veiða mun meira úr helstu nytjastofnum á Íslandsmiðum en gert er nú um mundir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur