Þriðjudagur 17.09.2013 - 00:03 - FB ummæli ()

Róttækasta sveitarstjórn veraldar?

Andstæðingar skuldaleiðréttingar heimilanna hafa reynt hvað þeir geta til að rýra trúverðugleika forsætisráðherrans okkar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Undanfarið hefur sjónum verið beint að skófatnaði hans og hann jafnvel sagður virðast vera á “ hálfgerðu trippi“.

Á næsta sveitarstjórnarfundi í Skagafirði gef ég Framsóknarmönnum í Skagafirði kost á því að lýsa yfir stuðningi og trausti við róttækustu aðgerðir stjórnvalda nokkurs staðar í veröldinni í þágu skuldsettra heimila, sem von er á eigi síðar en í nóvember næstkomandi. Tillaga mín felur í sér að Sveitarfélagið Skagafjörður mun fresta því að senda ógreidda reikninga til innheimtu, sem vel að merkja tilheyra flestir barnafjölskyldum, þar til að skuldaleiðréttingin hefur skilað sér til Skagfirskra heimila sem og annarra íslenskra heimila.

Ef að Skagfirskir Framsóknarmenn hafa ekki trú á þessari róttækustu skuldaleiðréttingu veraldar, sem formaður þeirra boðar, hver á þá að hafa trú á henni?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur