Þriðjudagur 08.10.2013 - 14:29 - FB ummæli ()

Ofsóttu Gyðingarnir

Talsmenn íslenskra stórútgerðarmanna hafa líkt stöðu sinni í íslensku samfélaginu við ofsótta Gyðinga í Þýskalandi, á þeim dögum sem Hitlers réði ríkinu. Leiðari Morgunblaðsins í dag er í þessum sama anda, þ.e. að stórútgerðin hafi búið við stöðugar ofsóknir allt frá því að  „vinstri stjórnin hrifsaði til sín völdin í ársbyrjun 2009“. Ekki veit ég nákvæmlega hvað fær fulltrúa LÍÚ til þess að grípa til samanburðarin,s en ég er nokkuð viss um að Gyðingar á dögum Þriðja ríkisins hafi ekki verið í aðstöðu til þess að greiða sér milljarða króna í arð eða haft einokun á nýtingu helstu náttúruauðlinda Þriðja ríkisins.

Fyrir síðustu Alþingiskosningar var Morgunblaðinu nokkuð umhugað um bága stöðu íslenskra heimila.  Minna hefur farið fyrir þeirri baráttu eftir kosningar, enda virðist brýnna, að mati blaðsins, að koma hlífiskildi yfir einstaklinga, sem hafa orðið fyrir barðinu á ljótri aðför.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur