Af einhverri furðulegri ástæðu sem enginn áttar sig á hefur Sjálfstæðisflokkurinn sem á tyllidögum kennir sig við frjálsan markað tekið ástfóstri við eitt einokunarkerfi í sjávarútvegi. Ég hlustaði á Illuga Gunnarsson á Útvarpi Sögu í gær reyna að rökstyðja að það þyrfti að breyta nánast og endurskipuleggja flest annað en kvótakerfið í sjávarútvegi. Hann ætti þó að þekkja […]
Í merkilegri skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um orsakir Hrunsins koma ábendingar um hverju þurfi nauðsynlega að breyta í íslensku samfélagi. Ábendingar á borð við að draga þurfi skýrari mörk á milli fjármálalífs og stjórnmála, að leita þurfi leiða til þess að styrkja siðferðisvitund stjórnmálamanna og auka virðingu þeirra fyrir góðum stjórnsiðum. Mér komu framangreindar ábendingar í […]
Nú liggur það fyrir í breytingartillögu við fjárlög næsta árs að ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ætlar að leggja niður Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki og færa starfsemina inn í stofnun á Akureyri. Í breytingartillögunni kemur fram að ekki er ætluð ein króna til reksturs Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki og að ný sameinuð stofnun, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, fær lítið brot eða 100 […]
Yfirlýsing þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns Vestnorræna ráðsins um að helstu viðskiptalönd Íslands væru óþolandi kom í sjálfu sér alls ekki á óvart, svo undarlegt sem það nú er. Stjórnarflokkarnir hafa nefnilega farið þá leið að magna upp einhverja óbeit á Evrópusambandinu í stað þess að rökstyðja það af yfirvegun að Íslandi sé betur borgið utan […]
Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks virðast ekki vera í neinu jafnvægi í samskiptum sínum við Evrópusambandið. Í stað þess að reyna afmarka umræðu um einstaka ágreiningsefni við deiluefnið sjálft er ítrekað farin sú leið að grípa til stóryrða og tengja ágreiningsefnin öðrum samskiptum Íslands við Evrópusambandið. Aðferðin er stórfurðuleg í ljósi þess að í þeim málum […]