Sunnudagur 12.01.2014 - 18:43 - FB ummæli ()

Hafnfirðingar og Íslendingar allir ættu að staldra við

Nú berast fréttir af því að ágætur bæjarstjóri í Hafnarfirði vilji að Hafnarfjarðarbær hafi milligöngu um kaup á togaranum Þór og aflaheimildum til þess að tryggja um 40 störf í sveitarfélaginu.  Ekki er ólíklegt að kaupverðið verði vel á annan tug milljarða króna og að hvert starf kosti því um 400 milljónir króna.

Væri ekki nær að Hafnfirðingar staldri við og spurji sig hvort að peningunum sé vel varið.  Það er alveg ljóst að þessir peningar eru á leiðinni út úr atvinnugreininni og eftir situr útvegurinn enn og aftur skuldsettari,  því sem öllum þessum milljörðum nemur.  Upphæðin nemur kostnaði við byggingu 25 fullbúinna leikskóla.

Væri ekki nær að Hafnfirðingar og reyndar landsmenn allir staldri við og spurji sig hvort ekki sé orðið löngu tímabært að endurskoða illræmt kvótakerfi í sjávarútvegi.  Árangurinn af því er nú ekkert til að hrópa húrra fyrir en þorskaflinn nú er vel ríflega hundrað þúsund tonnum minni en árið 1924 og kerfið leiðir enn og aftur til þess að skuldir hrúgast á atvinnugreinina.

Lærðum við ekki neitt af hruninu?

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur