Föstudagur 31.01.2014 - 13:50 - FB ummæli ()

Launalækkun

Í fréttum, m.a. á RÚV og Vísi, hefur verið talsverð umfjöllun um fækkun frystitogara. Einkennilegt er að í umfjöllun fjölmiðla sé algerlega hlaupið yfir þá staðreynd að helsti hagræni hvati útgerðanna fyrir breytingunni er gríðarleg lækkun á launum sjómanna. Breytingarnar gera sjávarútvegsfyrirtækjunum kleift að komast hjá því að gera upp við sjómenn á grundvelli raunverulegs afurðaverðs frystra afurða. Í stað þess geta útgerðir sem reka eigin vinnslu gert upp við sjómenn á málamyndaverði sem Verðlagsstofa skiptaverðs ákveður, verði sem er langt undir eðlilegu markaðsverði.

Merkilega lítið sem hefur heyrst í forystumönnum launþega vegna málsins nema þá helst Vilhjálmi Birgissyni  þó að augljóslega sé verið að skerða hlut launþega.

Þær skýringar sem LÍÚ hefur látið frá sér fara vegna fjöldauppsagna sjómanna, s.s. veiðileyfagjaldið og hlutfallslega meiri lækkun sjófrystra afurða en annarra, hafa ekki staðist neina skoðun.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur