Fimmtudagur 13.03.2014 - 23:58 - FB ummæli ()

Pírati rífst ekki

Einn efnilegasti þingmaður landsins, Helgi Hrafn Gunnarsson, fullyrti í dag að menn rifust ekki við stærðfræði í tengslum við ákvörðun um makrílveiðar. Tölvuvæddi píratinn virðist ekki hafa áttað sig á því, frekar en margur annar í þjóðfélaginu, að málið snýst ekki um stærðfræði heldur líffræði.

Sú veiðiráðgjöf sem Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur byggt á byggist á reiknisfiskifræði og hefur reynst alröng og augljóslega kolröng síðasta hálfa áratuginn þegar kemur að veiðiráðgjöf í makríl í Norður-Atlantshafinu. Það hefur verið veitt langt umfram ráðgjöf og samt sem áður hefur stofninn breiðst út um Atlantshafið.

Á þessari vitleysu byggðu íslensk stjórnvöld og LÍÚ málflutning sinn en mögulega vildi LÍÚ ekki stækka kökuna til að koma í veg fyrir að einhver utan þröngs hóps fengi skerf af henni og þeir sætu þess í stað einir að henni en viðsemjendur okkar, þ.e. Norðmenn, Færeyingar og Evrópusambandið, búnir að átta sig á að þessi reiknisfiskifræðilega ráðgjöf er kolröng.

Það er gott að vera vitur eftir á og ég vona að píratar geti líka verið það og farið yfir ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins og veiði undanfarinna ára sem hefur verið langt umfram ráðgjöfina og viðurkenni hið augljósa, að ráðgjöfin hefur verið alröng.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur