Leiðtogi sjálfstæðismanna reynir nú í örvæntingu að ná til almennings en flokkurinn glímir við mikið innanmein og fylgisleysi í Reykjavík. Eitt af stóru útspilunum sem Bjarni spilar út er að minna á 25 milljarða skattalækkanir ríkisstjórnarinnar. Ekki er ég viss um það að þetta skori hátt hjá almenningi þar sem að skattalækkanirnar hafa farið að langstærsta hluta til um 2% landsmanna. Þ.e. þeirra sem sem greiddu auðlegðarskatt, veiðigjöld og þeir sem langhæstar hafa tekjurnar. Á meðan að heilu byggðarlögunum er að blæða út og hundruðir manna sjá fram á nauðungarflutninga þá er Bjarni aðallega að íhuga hvernig hækka megi verulega bónusa vina sinna sem stýra og stjórna bönkum.
Svo virðist sem Bjarni sé orðinn algerlega viðskila við allan almenning í landinu, til marks um firringuna virðist hann ekki vita hvaða merkingu orðin „you aint seen nothing yet“ hefur í huga fjölda íslendinga. Þessi orð ramma inn stórveldishugsun afglapanna sem settu Ísland á höfuðið.