Bæjarstjórinn í Eyjum tekst reglulega á loft í fjölmiðlum og tjáir sig þá gjarnan um sjávarútvegsmál. Elliði var um árabil einn harðasti talsmaður algerlega frjáls framsals á veiðiheimildum sem rústað hefur búsetu í heilu landshlutunum. Hann sneri síðan við blaðinu þegar hann heimtaði að stjórnvöld tryggðu sérstaklega öryggi og rétt sjávarbyggða þegar hin meintu hagræðingarspjót frjálsrar sölu veiðiheimilda stóðu á Vestmannaeyjum. Nú […]