Kjarninn reiknaði það út að heildarvirði makrílkvótans væri um 150 milljarða króna, sem ríkisstjórninn ætlar að úthluta endurgjaldslaust með nýja makrílfrumvarpinu, Ef ríkisstjórn undir forystu framsóknarmannsins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar kemur frumvarpinu í gegnum þingið, þá mun um 15% kvótans renna til HB Granda. Kristján Loftsson er langstærsti eigandi HB Granda en ætla má að hann ráði yfir um 40% af hlutafé fyrirtækisins í gegnum fyrirtæki sín Vogun og Hampiðjuna. Það er því ljóst að Framsóknarflokkurinn sem setur að eigin sögn manngildi ofar auðgildi, vill afhenda einum manni sameiginlega auðlind landsmanna sem metin er 9 milljarðar króna og það án endurgjalds!
Vel að merkja að kvótinn sem lagt er til að Kristján Loftsson fái í sinn vasa er meiri en allur kvóti í makríl sem ætlaður er til strandveiðiflotans hringinn í kringum landið. Með þessari ákvörðun er ríkisstjórnin að undirstrika að hún sé fyrst og síðast ríkisstjórn ríka fólksins.
Eitt er víst að ef frumvarpið verður samþykkt, þá mun Kristján Loftsson hafa ráð á að splæsa öðrum umgangi af íspinnum á liðið.