Þriðjudagur 27.10.2015 - 22:31 - FB ummæli ()

Fálkinn íhugar hænuskref

Eitt stærsta hagsmunamál almennings er afnám verðtryggingarinnar, sem leiðir reglulega af sér miklar hörmungar fyrir heimilin.  Verðtryggingin er mjög ósanngjörn, þar sem lánveitendur taka ekki neina áhættu af hækkun verðlags, heldur er áhættunni skellt í heilu lagi yfir á lántakendur.  Flestum ætti að vera ljóst að núverandi skipan gengur alls ekki upp. Ríkisstjórinin er nýbúin að millifæra gríðarlegt fé frá skattgreiðendum og til lántakenda verðtryggðra lána sem höfðu orðið illa fyrir barðinu verðbólgu fyrsta árið efir hrun.

Í stað þess að þess að boða breytingar á ósanngjörnum lánaskilyrðum og aðhald að bönkunum sem eru byrjaðir að raka til sín fé með sama og hætti og fyrir hrun, þá er soðin saman afar aum ályktun, svo ekki sé kveðið sterkar að orði:

Landsfundur leggur til að ríkisstjórnin ráði færustu erlendu sérfræðinga til að leggja mat á hvernig hægt er að skipta út verðtryggðu lánaumhverfi og taka upp lánakjör sem þekkjast í nágrannalöndum okkar. Með þessu er ekki tekin afstaða til þess hvort það sé rétt heldur eingöngu hvernig það væri framkvæmt.

Umrædd ályktun felur í sér að málið sé alls ekki í forgangi heldur sé Sjálfstæðisflokkuinn að íhuga að taka einhver hænuskref í framtíðinni.  Mögulega hafa ungir Sjálfstæðismenn sem eru eins og margir aðrir að basla við það koma sér upp húsnæði, ekki ákaflega miklar áhyggjur af málinu. þeir ganga þá væntanlega að því sem vísu að kostnaður vegna næsta verðbólguskots verði að einhverju leyti velt yfir á skattgreiðendur. Fordæmi eru fyrir því!

Þorri fólks ætti að sjá að hagsmunir almennings eru ekki ofarlega í huga hjá forystu Sjálfstæðisflokksins, heldur eru það því miður þröngir sérhagsmunir fárra.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur