Fimmtudagur 11.08.2016 - 23:15 - FB ummæli ()

Hvað var konan að meina?

Innanríkisráðherra hefur haldið því fram að ÓUMFLÝJANLEGT sé að líta til einkaframkvæmda ef það eigi að fara í lágmarks viðhald á vegum og ráðast vegabætur!

Ólöf Nordal varaformaður Sjálfstæðisflokksins hljóp yfir þá staðreynd að einkaaðilar sjá nú þegar um alla vegagerð á landinu og að aðeins lítill hluti af því fé sem ríkið innheimir til vegagerðar er varið til málaflokkins.

Augljóst er því að Sjálfstæðisflokkurinn boðar að farið verði í auknum mæli í að einkaaðilar geti sett upp sérstök innheimtu- eða vegatollahlið til þess að innheimta fé af ferðalöngum sem ætla á milli bæja.  Með öðrum orðum það er verið að boða þá leið að innheimtir verði þúsundkallar á fleiri stöðum en í Hvalfirðinum.

Það hníga öll rök gegn þessari aðferð sem Ólöf boðar, þar sem risastór kostnaðarliður á borð við fjármagnskostnaður er talvert lægri hjá hinu opinbera en einkaaðilum. Nýlegt dæmi einkaframkvæmdin Vaðlaheiðagöng, sannar að þegar áætlanir ganga ekki upp, þá er það ríkið sem situr uppi með Svarta Pétur en ekki einkaaðilinn Vaðlaheiðagöng ehf.

Hvers konar úrkynjun er það hjá Sjálfstæðisflokknum að sjá ekki nein viðskiptatækifæri nema þá í því að hremma almannaeigur á borð við vegi, flugstöðvar og heilsugæslu?

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur