Þriðjudagur 23.08.2016 - 00:07 - FB ummæli ()

Galtómt glas á Stöð 2

Logi Bergmann fréttamaður á Stöð 2 skrifaði gagnrýna grein um landann í sumar, sem var á þá leið að hann væri orðinn leiður á því að það væri of mikið af gaurum á Íslandi sem sæju ekki björtu hliðarnar á tilverunni. Gaurarnir hans Loga voru með það á hreinu að glasið væri ekki bara nánast tómt, heldur líka brotið og skítugt.

Þegar ég las greinina á sínum tíma þá fannst mér fréttamaðurinn sjá samferðamenn sína í óþarflega dökku ljósi. Eftir að hafa horft á gaurana sem birtust í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld og sögðu það nánast náttúrulögmál að þjóðin þyrfti að búa við vaxtaokur a.m.k. næstu tvo áratugina, þá fór ég að skilja þetta tal um neikvæðu gaurana.

Það væri ráð fyrir fréttastofu Stöðvar 2 að fá af og til bjatsýnni raddir inn í sjónvarpsverið þegar rætt er um bætt lánakjör fyrir almenning. Mörg andlitanna sem birtast í líki sérfræðinga eru þau sömu og voru á skjánum fyrir hrun og segja nánast það sama og þá.

Fyrr á þessu ári kom til landsins framkvæmdastjóri þýskra samfélagsbanka, Wolfram Morales, á vegum stjórnmálasamtakanna Dögunar. Þegar honum voru kynnt þau kjör eða réttara sagt það okur sem almenningur hér á landi þarf að búa við, þá bauðst hann til að aðstoða við að stofna banka í líkingu við þann sem hann stýrir.

Hvers vegna fær Stöð 2 ekki þýska framkvæmdastjórann í viðtal. Það er líklegt að hann gæti lagt eitt og annað til málanna þar sem hann er framkvæmdastjóri banka sem hafa yfir 50 milljón ánægðra viðskiptavina.

 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur