Laugardagur 27.08.2016 - 19:14 - FB ummæli ()

Upplýsingar um rotið kerfi úr innsta hring

Í þjóðmálaþættinum Þjóðbraut var opinskátt viðtal við rektor Háskólans á Bifröst, Vilhjálm Egilsson. Vilhjálmur hefur um áratugaskeið verið í innsta valdahring Sjálfstæðisflokksins.  Hann var þingmaður flokksins, ráðuneytisstjóri, framkvæmdastjóri SA og nú háskólarektor.

Í þættinum opnar hann glögga sýn inn í rotna ákvarðanatöku um hvaða sjónarmið séu sett í forgrunn þegar teknar eru ákvarðanir af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, um breytingar á opinberri þjónustu og menntakerfi!  Hann játaði einlæglega að ákvarðanirnar séu fyrst og fremst byggðar á pólitískum frama einstakra þingmanna og alls ekki almannahag.  Sjón er sögu ríkari og er fróðlegt fyrir áhugamenn um íslenska stjórnsýslu að hlusta á ótrúlegar játningar einkum á 25. – 29. mín. og sömuleiðis 36. – 38. mín.

Í þættinum kemur fram að megin ástæðan fyrir því að ráðherra setti lögreglunámið niður á Akureyri en ekki í Norðvesturkjördæmi hafi verið sú að menntamálaráðherra hafi viljað veikja stöðu Haralds Benediktssonar í prófkjörsbaráttu í Sjálfstæðisflokknum sem er í beinni samkeppni við mág ráðherrans!

Viljum við hafa þetta svona ?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur