Í þjóðmálaþættinum Þjóðbraut var opinskátt viðtal við rektor Háskólans á Bifröst, Vilhjálm Egilsson. Vilhjálmur hefur um áratugaskeið verið í innsta valdahring Sjálfstæðisflokksins. Hann var þingmaður flokksins, ráðuneytisstjóri, framkvæmdastjóri SA og nú háskólarektor.
Í þættinum opnar hann glögga sýn inn í rotna ákvarðanatöku um hvaða sjónarmið séu sett í forgrunn þegar teknar eru ákvarðanir af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, um breytingar á opinberri þjónustu og menntakerfi! Hann játaði einlæglega að ákvarðanirnar séu fyrst og fremst byggðar á pólitískum frama einstakra þingmanna og alls ekki almannahag. Sjón er sögu ríkari og er fróðlegt fyrir áhugamenn um íslenska stjórnsýslu að hlusta á ótrúlegar játningar einkum á 25. – 29. mín. og sömuleiðis 36. – 38. mín.
Í þættinum kemur fram að megin ástæðan fyrir því að ráðherra setti lögreglunámið niður á Akureyri en ekki í Norðvesturkjördæmi hafi verið sú að menntamálaráðherra hafi viljað veikja stöðu Haralds Benediktssonar í prófkjörsbaráttu í Sjálfstæðisflokknum sem er í beinni samkeppni við mág ráðherrans!
Viljum við hafa þetta svona ?