Þriðjudagur 30.08.2016 - 08:44 - FB ummæli ()

Fyrir hvern og hvernig er það betra?

Fyrirbærið, RNA, Rannsóknasetur um nýskökpun og hagvöxt, sem stýrt er af; Ragnari Árnasyni, Hannesi Hólmsteini og Birgi Þór Runólfssyni gengur meira og minna út á að sanna brauðmolakenninguna.  Kenningin gengur út á að allur almenningur muni að lokum njóta góðs af mikilli auðsöfnun fárra.  Helsti vandinn sem RNA stendur fram fyrir er að kenningin hefur hvergi gengið upp og hefur í raun verið algerlega hafnað. Engu að síður reyna þeir félagarnir að berja í brestina með því að leita uppi skoðanabræður sína í hinum ýmsu heimshornum til að halda erindi á Íslandi byggð á brauðmolakenningunni. Eitt slíkt var haldið í Þjóðminjasfninu þann 29. ágúst sl. þar sem því var haldið fram að miklu verra væri að raunverulegur eigandi þ.e. þjóðin úthlutaði aflaheimildum í stað þeirrar aðferðar sem nú er beitt að fámennur hópur sem naut sérstakra fríðinda geti komið sér upp leiguliðum og braskað með auðlindina.

Erindi talsmanns brauðmolanna virðist hafa runnið mjög ljúflega ofan í þingmenn Sjálfstæðisflokksins og einn þeirra sá ástæðu til þess að kvarta sérstaklega undan því að ekki væri nægjanleg umræða um fræðin á netinu og er rétt að bæta hér úr því:

Ef núverandi kvótakerfi er jafn þjóðhagslega hagkvæmt og Gary Libercap heldur fram og það sé það besta í heimi að mati SFS, þá er rétt að spyrja fyrir hvern og hvernig er það betra.

Ekki er það betra fyrir fiskvinnslukonuna sem hefur helmingi lægri laun en í Færeyjum. Ekki er það metið út frá aflanum en þorskaflinn er helmingurinn af því sem hann var að jafnaði fyrir daga kvótans.  Varla er það fyrir sjómenn sem þurfa að sætta sig við tvöfalt fiskverð og sífellt stærri þátttöku í útgerðarkostnaði. Ekki er það fyrir sjávarbyggðirnar hringinn í kringum landið.  Ekki er það fyrir ríkissjóð og ekki heldur að sjá að kerfið hafi leitt af sér miklar fjárfestingar eða nýliðunar í greininni enda skipakostur gamall og greinin lokuð.

Auðvitað er það rétt að kerfið hefur reynst einstaklega vel fyrir örfáa kvótaþega en við hin höfum ekki notið brauðmolanna heldur hafa brauðhleifarnir staflast upp á Tortóla og fleiri skattaskjólum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur