Það átti ekki að koma á óvart að Vg hafi látið steyta á breytingum á fiskveiðikerfinu í stjórnarmyndunarumræðum með Pírötum, BF, Viðreisn og Samfylkingu. Í kjölfar hrunsins mynduðu Vg og Samfylkingin hreina og tæra vinstristjórn, fyrst minnihlutastjórn í boði Sigmundar Davíðs sem breyttist síðan í meirihlutastjórn. Í aðdraganda kosninganna árið 2009, lofuðu flokkarnir að koma […]
Niðurstöður haustmælinga Hafró gefa til kynna að þorskstofninn sé á hraðri niðurleið. Fréttirnar hljóta að vekja spurningar í hugum þeirra sem hafa hingað til viljað fylgja ráðgjöf reiknisfiskifræðinga Hafró í blindni. Samdrátturinn verður þrátt fyrir að ráðgjöfinni hafi verið fylgt út í ystu æsar á síðustu árum. Hafa ber í huga að hrygningarstofninn hefur ekki verið stærri […]
Einn af vondum fylgifiskum kvótakerfis í fiskveiðum er brottkast og rangar upplýsingar um landaðan afla. Hér er ný skýrsla Hafró sem sýnir fram á að liðlega 2.138 tonn af þorski hafi verið hent í sjóinn í fyrra. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að brottkast þorsks hafi aukist talsvert í bæði línu og botnvörpuveiðum á árinu 2015 […]