Laugardagur 10.12.2016 - 16:06 - FB ummæli ()

2.138 tonnum af þorski hent í fyrra

Einn af vondum fylgifiskum kvótakerfis í fiskveiðum er brottkast og rangar upplýsingar um landaðan afla. Hér er ný skýrsla Hafró sem sýnir fram á að liðlega 2.138 tonn af þorski hafi verið hent í sjóinn í fyrra. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að brottkast þorsks hafi aukist talsvert í bæði línu og botnvörpuveiðum á árinu 2015 og var orðið álíka og mesta reiknaða brottkast í þessum veiðarfærum.

Það er rétt að taka það fram útreikningarnir ná einungis til brottkast af völdum línu- og togveiða en hvorki til dragnóta- né netaveiða, þannig að ætla má að tjónið sem kvótakerfið veldur sé mun meira. Hér er um gríðarlega verðmætasóun að ræða, sem veldur milljarða króna tjóni og það ef einungis er litið til einnar fisktegundar, þorsksins. – Vitað er að upplýsingar um magn á landaðri lúðu eru brot af því sem raunverulega kemur á land.

Allt þetta tal um hagræði og ábyrgar fiskveiðar er meira og minna innihalds áróður fjársterkra aðila sem eru í einokunaraðstöðu í greininni. Fyrir utan algert árangursleysi og sóun kvótakerfisins þá virðist hagræðið ekki vera meira en svo að SFS (LÍÚ) treystir sér alls ekki til þess að greiða markaðsvirði fyrir aflann inn í fiskvinnslur sem reknar eru í tengslum við útgerð í samkeppni við fiskvinnslur án útgerðar!

Var ekki einhver að tala um matarsóun?

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur