Sunnudagur 20.11.2016 - 20:26 - FB ummæli ()

Ráðherrasýning Pírata

Píratar hafa samþykkt  að  verða ekki aðilar að ríkisstjórn nema þá aðeins að ráðherrar hennar muni ekki sitja samtímis á þingi. Fyrirvarinn er eflaust byggður á  því að tryggja betur en nú er 18. alda hugmyndir Montesquieu nái fram að ganga um þrískiptingu ríkisvaldsins.  Aðgreina átti helstu þætti ríkisvaldsins þ.e. löggjafarvald, framkvæmdavald (ráðherravald) og dómsvald. Hver þáttur átti að takmarka og veita hinum þáttunum aðhald og bæta þannig stjórnarfar .

Skipan eintómra utanþingsráðherra mun varla breyta nokkru að óbreyttri stjórnarskrá, þar sem ráðherrarnir yrðu eftir sem áður í starfi upp á náð og miskunn formanna meirihlutaflokkanna sem skipa þá til starfa.  Ákveðin hætta er á að utanþingsráðherrar sem hafa ekki fengið neitt umboð frá almenningi til eins né neins verði síður líklegri til þess að láta til sín taka og „endurræsa Ísland“.

Breytingin með skipan utanþingsráðherra yrði mest til sýnis. Í sjálfu sér má ekki vanmeta góða sýningu í heimi stjórnmála og ekki síst fyrir Pírata sem verða að setja sitt fangamark á breytt vinnubrögð.

 

 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur