Fimmtudagur 27.10.2016 - 13:11 - FB ummæli ()

Kjósendur eru sammála Dögun

Mikill meirihluti kjósenda tekur undir þau sjónarmið Dögunar að vextir séu allt of háir í landinu.
Mikill meirihluti kjósenda tekur undir þá kröfu Dögunar að leggja beri verðtrygginguna af og skipta verðbólguáhættu á milli fjármálafyrirtækja og skuldara.
Meirihluti kjósenda styður hugmyndir Dögunar um að ríkisbönkunum sem enn eru að greiða bónusa og moka eignum til einkavina út um bakdyrnar verði breytt í samfélagsbanka. Forystufólk í Dögun hefur um árabil barist fyrir heilbrigðara fjármálakerfi.
Meirihluti kjósenda styður kröfu Dögunar um að auðveldara verði að virkja beint lýðræði líkt og gafst svo vel í þjóðaratkvæðagreiðslunn um Icesave.
Kjósendur styðja aukið frelsi smábáta til veiða og að í hlutaskiptum sjómanna og útgerðar verði miðað við markaðsverð.
Meirihluti kjósenda styður breytingartillögur Dögunar á lífeyrissjóðakerfinu með það að markmiði að einfalda kerfið og  gera það gagnsærra.
Dögun vill minnka yfirbyggingu kerfisins og minnka sjóðasöfnun og brask. Dögun vill lýðræðisvæða kerfið.
Mikill meirihluti landsmanna er fylgjandi því að efla heilbrigðiskerfið og tryggja jafnan aðgang Íslendinga að því.
Kjósendur ættu að hafa ofangreind atriði í huga á kjördag, standa með sjálfum sér og setja x við T.

Sigurjón Þórðarson í fyrsta sæti á lista Dögunar xT, í Norðvestur kjördæminu

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur