Þriðjudagur 11.10.2016 - 09:29 - FB ummæli ()

Séríslenskt – auknar greiðslur en minni réttindi

Íslenska lífeyrissjóðakerfið er talið af eitt það allra besta í heimi af þeim sem fara með stjórn þess.  Í kvöldfréttum RÚV var sagt frá því að til standi að hækka framlag í lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna, í um 20% af launum þeirra.  Við slíka tug prósenta hækkun á lífeyrisframlagi, þá hefði mátt ætla að verið væri að gefa launafólki kost á að komast fyrr á lífeyri.  Reyndin var þveröfug þ.e. að ætlunin er skerða réttindin og hækka lífeyrisaldurinn!

Ragnar Þór Ingólfsson frambjóðandi Dögunar í Kraganum, hefur um langt skeið haldið uppi rökfastri gagnrýni á  lífeyrissjóðakerfið.  Þessi gríðarlega hækkun á peningastreymi inn í kerfið auk skertra réttinda, gefur til kynna að Ragnar þór hafi haft rétt fyrir sér

Hringekja peninga í lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna er rökleysa.  Ríkið greiðir háar upphæðir inn í sjóðinn. Sjóðurinn notar síðan drjúgan hluta upphæðarinnar til þess að kaupa skuldabréf af ríkinu sem gefa háa vexti.  Þetta eru peningar úr einum vasa í annann. Einfaldar væri að lækka framlag ríkisins í sjóðinn og nota fjarmunina í að bæta stöðu ríkissjóðs.

Vafasamara er þó þegar  lífeyrissjóðurinn sé að notar lífeyrisframlag ríkisstarfsmanna til þess að kaupa upp hlutabréf í fyrirtækjum á almennum markaði, nema þá ætlun stjórnvalda sé að félagsvæða eða réttara sagt Sovétvæða atvinnulífið.  Ef fram heldur sem horfi er hætt við að íslensku atvinnulífi verði stjórnað af fámennum hópi sem fær umboð sitt með óræðum hætti í gegnum samstjórn fulltrúa launamanna og samtaka atvinnulífsins.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur