Föstudagur 07.10.2016 - 00:32 - FB ummæli ()

Argentíska leið Viðreisnar

Ekki er hún gæfuleg leiðin sem Viðreisn býður landsmönnum upp á til að tryggja efnahagslegan stöðugleika, en leiðin er að rígbinda gengi íslensku krónunnar við gengi evrunnar, með svokölluðu myntráði.  Hugmyndin er að ríkið festi í lög að ætíð sé hægt að skipta íslensku krónunni fyrir evru  á ákveðnu föstu gengi

Þessi leið hefur verið reynd í Argentínu með hræðilegum afleiðingum. Einhliða fastgengisstefna er mjög kostnaðarsöm vegna þess að hún krefst gríðarlega mikils gjaldeyrisvarasjóðs til þess að jafna út sveiflur í gjaldeyrisöflun. Fyrir liðlega 300 þúsund manna samfélag sem býr við  miklar sveiflur í gjaldeyrisöflun, þá eru þessar hugmyndir Viðreisnar algerlega ábyrgðarlausar.

Hver man ekki eftir því hvað ein fisktegund makríllinn, hafði gríðarlega hagfelld áhrif fyrir efnahagslífið í tíð síðustu ríkisstjórnar og allir vita hvaða áhrif ferðamaðurinn hefur á efnahag síðustu ára.  Aflabrestur eða öflugt eldgos á borð við Kötlugos sem truflaði flugsamgöngur gæti strax haft gríðarlega neikvæð áhrif gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins svo einhver dæmi séu tekin.  Með fastgengisstefnu við slíkar aðstæður væri verði að festa ójafnvægið í sessi, sem býður upp á efnahagslegar hamfarir ef samdráttarskeið í gjaldeyrisöflun dregst á langin.

Eina fastgengisstefna sem væri mögulega raunhæf væri að gera tvíhliða samning við Evrópusambandið um að verja gengið, með samkomulagi í ætt við ERMII, sem tengir m.a. gengi dönsku krónunnar við evru.  Forsenda slíks samstarfs hefur hingað til verið aðild að Evrópusambandinu.

Dögun leggur áherslu á að hagur almennings verði tryggður fyrir sveiflum í efnahagslífinu með því að afnema verðtrygginguna.  Núverandi verðtrygging miðar að því að varpa allri áhættu af sveiflum í efnahagslífinu yfir á lántakendur. Á meðan fjármálastofnanir bera enga áhættu af þenslu og verðbólgu þá er það ekki beint hvetjandi til þess að þær hagi sér af ábyrgð.  Augljóst er að þegar upp er staðið þá hafa fjármálafyrirtæki miklu meiri áhrif á famvindu efnahagsmála en einstaka neytendur og því sanngjarnt að lánveitendur og lántakar skipti með sér verðbólguáhættu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur