Þriðjudagur 13.12.2016 - 16:47 - FB ummæli ()

Þorskstofninn á niðurleið!

Niðurstöður haustmælinga Hafró gefa til kynna að þorskstofninn sé á hraðri niðurleið.

Fréttirnar hljóta að vekja spurningar í hugum þeirra sem hafa hingað til viljað fylgja ráðgjöf reiknisfiskifræðinga Hafró í blindni. Samdrátturinn verður þrátt fyrir að ráðgjöfinni hafi verið fylgt út í ystu æsar á síðustu árum.  Hafa ber í huga að hrygningarstofninn hefur ekki verið stærri í fjörutíu ár og að nánast ekkert er veitt úr stofninum.  Í skýrslum Hafró kemur fram að veiðihlutfall sé það lægsta frá upphafi stofnmats. Þorskveiðin nú er einungis um helmingur af því sem hún var fyrir daga kvótakerfisins.   Nýliðun þ.e. 3 fiskur sem er að koma inn í veiðina er sömuleiðis mun minni, en hún var árin 1955–1985.

Ef farið er yfir gögn síðustu ára þá blasir það við:

a) Stór hrygningarstofn gefur ekki af sér mikla nýliðun, eins og forsendur núverandi veiðiráðgjafar ganga út á.

b) Minnkuð veiði gefur ekki af sér meiri veiði seinna eins sem er einn af hornsteinum núverandi veiðiráðgjafar.

Engu að síður þá er þróun stofnsins í fullu samræmi við viðtekna vistfræði um að helst sé að vænta mikillar nýliðunar þegar fyrir er í hafinu lítill stofn.  Auknar veiðar skapa því rými fyrir aukna nýliðun og hraðari vöxt einstaklinga.

Niðurstaðan gefur augljóslega tilefni til þess að breyta nýtingarstefnunni og auka veiðar til muna, sérstaklega í ljósi þess að fæða í þorskmögum er með allra minnsta móti.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur